fimmtudagur, 5. júní 2008

Komnar heim

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,

verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem blasir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er komin heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er komin heim,
já, ég er komin heim.

Síðasta kvöldið okkar á Taílenskri ströndu


föstudagur, 23. maí 2008

Agrip af sidustu vikum

26. mai 2008 - Uppfaert, nu med myndum!

Godir hlutir gerast haegt... Er thad ekki annars thannig?? Eftir thriggja vikna bloggpasu er nog komid af svoleidis leti, nu er svo stutt i heimferd ad thad er ekki annad haegt en ad henda inn eins og einni faerslu.

Vid erum staddar a Koh Tao (Skjaldbokueyju) a Taelandi. Her er turkisblar sjor, skjannahvitar strendur, palmatre og solskin (svona stundum). Thessa dagana eru Asdis og Una a kofunarnamskeidi en vid Hanna Rut erum sjuklingar og niskupukar og eydum thvi okkar dogum i ad "worka tanid". Thad thydir sko ekki ad koma hvitur heim eftir thetta allt saman, onei.

Thegar eg bloggadi seinast vorum vid i Phnom Penh. Nu virdist vera heil eilifd sidan. Vid skodudum staerstu truarbygginga-rustir i heimi, Angkor Wat, i Siem Reap og thaer voru hreint ut sagt storkostlegar. Trjaraetur sem hlykkjudust nidur rustirnar gerdu thetta allt mjog mystiskt og magnad. Vid eyddum thremur dogum i ad skoda rustirnar og var thad algjorlega thess virdi. Borgudum manni af hotelinu sem vid heldum ad heti Stockholm, en het vist eitthvad allt annad sem liktist thvi i framburdi, fyrir ad skutla okkur ut ad Angkor alla dagana, bida eftir okkur a milli hofaskodana og skutla okkur aftur heim. Saum solaruppras og solarlag yfir rustunum en hvorugt var neitt storkostlegt, thvi midur. Mer skilst ad rustirnar seu notadar eitthvad i myndinni Tomb Raider... Eg hef ekki sed hana en litill fugl sagdi mer thetta.

Allar saman fyrir framan hof a kafi i trjarotum. Otrulegt alveg hreint.

Fra Siem Reap flugum vid svo til Laos, med trega i hjarta yfir ad yfirgefa Kambodiu sem var yndislegt land. Laos tok tho vel a moti okkur med rutuferd fra hofudborginni Vientiane til Vang Vieng sem er algjor bakpokaferdalangastadur. Rutan var skrautleg; ollum pokunum okkar hent upp a thak thar sem fyrir voru nokkrar vespur og fullt af odrum farangri. Svo var okkur trodid inn i rutuna, fram hja isskap sem tok upp mest allt golfplassid. Tharna hossudumst vid i 3 tima med laoiskt popp a haestu stillingu i eyrunum. Til Vang Vieng komumst vid heilu og holdnu en thar sem flest gistihusin voru full thessa nottina skelltum vid pokunum a gangstettina og Una og Hanna heldu i herbergisleit a medan eg og Asdis possudum pokana med kaldan bjor i annarri og abyrgdina i hinni. Bara thad ad sitja a thessari gangstettarbrun var skemmtileg upplifun; vid satum og horfdum ut a fallega a lidast hja a milli limestone fjalla rett vid solarlag og thad eina sem vid heyrdum var arnidur, hljod i stoku vespu, hljod i krokkum ad leika ser og almennt spjall i odru folki i kringum okkur. Vid fottudum ad thetta var rolegasta stund sem vid hofdum att uti a gotu alla ferdina, takturinn var greinilega haegari i Laos en i hinum londunum. Stelpurnar fundu svo thetta fina hotel med utsyni yfir ana og gistum vid thar i fjorar naetur.
Vang Vieng var annars halfgert fyrirbaeri en thar eyddum vid dogunum i ad fljota a gummislongum og kayokum nidur ana og kvoldunum i ad liggja a borunum, borda pizzu og horfa a Friends. Thetta var ekki baer sem haegt var ad stoppa i lengi en thad var samt gaman ad koma thangad.

Hja anni i Vang Vieng, fyrir aftan stelpurnar eru kajakarnir okkar og folk ad stokkva ur rolunni sem Hanna og Asdis gengu svo berserksgang i.

Fra Vang Vieng tokum vid rutu til Luang Prabang en sa baer er a heimsminjaskra Unesco. LP var einstaklega fallegur baer og thadan forum vid i dagsferd ad skoda Khmu thorp en thar byr folk vid einstaklega olikar adstaedur en vid eigum ad kynnast. Thennan sama dag forum vid lika a filsbak sem var mjog skemmtileg reynsla, serstaklega thar sem vid fengum ad sitja a halsinum a filnum og upplifa hann a allt annan hatt en eg bjost vid ad vid fengjum ad gera. Thad var oraunverulegt ad sitja tharna med hausinn fyrir nedan hendurnar, eyrun flaksandi i faeturna a ser og ranann flaksandi til og fra fyrir nedan sig. Fillinn okkar Asdisar prumpadi einu sinni og vid titrudum alveg inn ad beini, staerdin a thessum dyrum!!
Fra Luang Prabang forum vid lika og skodudum foss stutt fyrir utan baeinn og fengum okkur sundsprett i hyljunum thar. Thad vantadi reyndar solina thann daginn en thetta var samt alveg agalega tropical.

Sed yfir Luang Prabang i Laos seinasta kvoldid okkar thar.

Vid attum svo orstutt samtal um thad hvort vid vildum heldur gera; taka 19 tima naeturrutu med saetum til Chiang Mai i Taelandi eda fljuga i klukkutima. Vid vorum nokkud fljotar ad sammaelast um seinni kostinn, ekki bara ut af nennu heldur lika bara vegna timans sem allt i einu var farinn ad hlaupa fra okkur. Flugum til Chiang Mai 15. mai og eyddum thar thremur heilum dogum. Fyrsta kvoldid skruppum vid i bio en bara thessa nokkra klukkutima i Chiang Mai saum vid ad vid hofdum dembt okkur inn i vestraena menningu med hradi. Vorum mjog uppvedradar thegar i lok myndarinnar hljomadi lagid Hoppa i polla med Sigur Ros og gatum varla setid kyrrar. Asdisi tokst meir ad segja ad tarast og konan vid hlidina a henni skildi ekki upp ne nidur i thessari stelpu og vinkonum hennar sem hlogu bara og gretu yfir frekar mellow lokaatridi i aevintyramynd! Daginn eftir tokum vid i almenna skodunarferd um baeinn og kiktum svo i bio aftur um kvoldid. Ekki daema okkur.. okkur langadi bara svo ad sja nyjar myndir ;) Laugardagurinn var svo hasarmikill med eindaemum en tha tokum vid rutu ut i skog thar sem er buid ad strengja jarnstrengi a milli nokkurra trjaa i mikilli haed. Thar skelltu frodir menn a okkur alls kyns beltum og olum sem og graenum hjalmi adur en vid heldum upp i tre. Thegar buid var ad festa jarnfestina okkar vid linuna lyftum vid fotunum og hossassa... renndum okkur yfir i naesta tre! Haesta linan var i 120 metra haed og ekki er laust vid ad madur hafi verid med sma braudfaetur thegar guidinn sagdi "feet up..." og madur theystist af stad!! Fyrir okkur flestar var thetta tho einstaklega skemmtileg salibuna en Asdis lenti tho i thvi ad snuast vid a midri leid og thegar guidinn sagdi henni ad bremsa vissi hun ekki alveg hvernig hun aetti ad utfaera hemlunina og akvad thvi ad sleppa thvi frekar! Thad endadi med halfgerdum oskopum thvi bremsan hennar vard tred sem hun atti ad stoppa uppi i og bolgnadi annar kalfinn hraedilega mikid svo ur urdu tveir dagar a gamaldags haekjum sem hotelid utvegadi henni. Hun var sem betur fer fljot ad jafna sig a hrakforunum og er nuna nogu hraust til ad sprikla i sjonum allan daginn.
Thennan daginn kynntumst vid thremur breskum strakum sem vid svo hittum a barnum um kvoldid. Asdis skellti ser med a haekjunum og stod sig eins og hetja. Thetta litla djamm okkar vard tho til thess ad vid voknudum eftir adeins of litinn svefn daginn eftir til ad skella okkur a matreidslunamskeid. Eldudum sjo ljuffenga retti og laerdum heilan helling um taelenska matargerd, krydd og bordsidi. Vona ad madur hafi verid vid nogu goda heilsu til ad halda kunnattunni vid heima... Spennandi!

Fra Chiang Mai flugum vid a manudaginn var. Millilentum i Bangkok og flugum thadan til Surat Thani sem er staersti baerinn i "eyjaheradinu". Tokum ferju fra hofninni til Koh Pah Ngan thar sem vid vorum i tvaer naetur i bungalow a strondinni. Astaedan fyrir stoppinu okkar thar var adallega staersta strandparty i heimi, Full Moon Party. Vid skelltum okkur thangad a thridjudagskvoldid og tokum algjorlega thatt i gledinni; keyptum okkur neon-gleraugu og hudmalningu sem lysti i myrkri. Vorum klarlega svakalegar paejur. Hittum islenskar stelpur thar en thaer voru fyrstu Islendingarnir sem vid hittum sidan i Kina! Gledin stod frekar stutt i partyinu tho thvi eftir ad hafa rolt svolitid um strondina, dansad adeins i sjonum rett hja manni sem reyndist vera ad pissa, dansad vid techno tonlist i sandinum og flaggad islenskum fana sem vid hofdum malad a handleggina a okkur, komst Asdis ad thvi ad myndavelin, veskid og siminn vaeri horfid ur toskunni hennar. Hefur verid nokkud lunkinn vasathjofur thvi hann hafdi ekki fyrir thvi ad taka litla vasabok eda regnsla ur toskunni, hefur algjorlega gefid ser tima til ad fiska verdmaetin upp. Vid misstum orlitid truna a samferdalongum okkar og drifum okkur heim aftan a pallinum a pallbil.

Svaka paejur i Full Moon partyinu, i fullum skruda!

Daginn eftir Full Moon partyid tokum vid ferju hingad til Koh Tao og her aetlum vid ad eyda viku i almenna afsloppun og solbodun auk thess ad fara ad snorkla og a kayak (og ad sjalfsogdu kafa). Lifid er nokkud ljuft thessa dagana og orugglega ekki til betri stadur en thessi til ad enda storkostlega ferd um frabaer lond. Thad verdur gott ad komast heim til sin en thad verdur lika erfitt ad kvedja thennan kafla i lifinu, hann kemur vist ekki aftur. En ekkert vael, okkar bida margir godir dagar i solinni og sjonum!!

Solsetrid a Sairee strondinni a Koh Tao, algerri paradis.

miðvikudagur, 30. apríl 2008

Saelt veri folkid.

Foruneytid er komid til Kambodiu heilt a holdnu eftir tveggja daga lyjandi ferdalag med rutum og batum i brennandi solskini. Asdis brann... AFTUR! En bara litid i thetta skiptid sem betur fer. Komum hingad i fyrradag og erum bunar ad eyda tveimur dogum herna i Phnom Penh, hofudborg landsins.

Adur en eg held lengra aetla eg ad klara ad segja fra Vietnam. Eyddum sidasta deginum i Mui Ne i skodunarferd. Byrjudum hja Fairy Stream med pinulitlum strakum sem kolludu sig ''tour guides''. Annar var pinulitill tho hann vaeri niu ara. Hann het Namm! Jeminn, hjarta mitt bradnadi. Seinni partinum eyddum vid hja raudu og hvitu sandoldunum. Thaer voru afar fallegar en vid fengum sand ut um allt af ad labba a theim. Sandur i eyrunum, nefinu, munninum, sandkassi i harinu, fullt af sand i toskunum... Sandur her og sandur thar. Sandoldurnar reyndust tho ekki vera eins godar til nidurrennslu og okkur hafdi verid tjad en ad thvi komumst vid tho ekki fyrr en eftir ad vid hofdum leigt okkur brettin. Fyrst reyndi Asdis ad renna ser en sokk bara ofan i sandinn. Tha kom pinulitil stelpa, hun var orugglega svona 10 ara en leit ut fyrir ad vera svona 6, og ytti henni af stad. Ekkert mikid gerdist en hun rann tho. A leidinni nidur renndum vid Asdis okkur svo salibunu og thad gekk baerilega. Hradinn var tho i lagmarki og vid fengum sand i naerbuxurnar. Hanna og Una slepptu salibunum yfir hofud og heldu thvi bara a plastbrettum allan timann sem thaer notudu ekki neitt. Thad var lika svakalegur vindur svo ef madur missti tak a brettinu odrum megin gekk thad berskerksgang i vindinum og sveifladist i andlitid a manni, faeturnar a okkur og andlitid a naesta manni. Thessum aurum var semsagt vel varid :) Vid vorum svo a raudu sandoldunum vid solsetur og longu skuggarnir voru otrulega flottir a raudum sandinum.

Hja Fairy Stream, tharna sest i Namm.

Hvitu sandoldurnar.

Tokum rutu til Saigon fimmtudaginn var og vorum komnar thangad um kveldid. Daginn eftir forum vid i Lonely Planet gonguferd um borgina og var hann alveg agaetur. Hittum a skemmtilegan markad thar sem vid keyptum okkur skran og seriur... ekki spyrja... og forum svo og fengum okkur Fanny Ice-cream, besta isinn i Nam. Forum i Independence Palace, eda Sameiningarhollina, en thar endadi borgarastridid i Vietnam formlega 30. april 1975, fyrir akkuratt 33 arum sidan i dag. Nordur Vietnamar nadu tha Saigon a sitt vald og leiddu forseta Sudur Vietnam ut ur hollinni um leid og hlaupid var upp og fani dreginn ad hun a efstu haedinni. Husid var agaetlega ahugavert en hefdi mjog audveldlega getad verid gert ad mun skemmtilegra safni.
A laugardeginum voknudum vid svo eldsnemma og nidri i hotellobbyi tok a moti okkur leidsogumadur sem aetladi med okkur i Cu Chi gongin rett fyrir utan Saigon. Hann het Mr. Bean... eda hann bar thad allavega svoleidis fram. Audvelt ad muna! Mr. Bean var uppgjafarhermadur en hann var halfur Amerikani og var officer i bandariska hernum i Vietnam. Hann byr tho i Vietnam nuna og litur a sjalfan sig sem Vietnama og er einstaklega stoltur af landinu sinu. Thad var einstaklega ahugavert ad hlusta a Bean tala um stridid. Hann sagdist aldrei hafa drepid neinn en hann hafdi sed ymislegt sem hann sagdist aldrei geta gleymt. Hann sagdi meir ad segja ad ef hann vaeri ekki katholskur hefdi hann orugglega tekid sitt eigid lif. Okkur fannst vid heppnar ad hafa lent a svona leidsogumanni, hann gat orugglega sagt betur fra en margur annar.
Thegar vid komum i Cu Chi byrjudum vid a thvi ad horfa a heimildarmynd um svaedid en thetta var vist einstaklega blomlegt herad fyrir strid sem endadi svo a ad verda eitt mest sprengda svaedi Vietnam. Roltum svo um svaedid med Mr. Bean og hann sagdi okkur margt frodlegt. Laerdum medal annars ad Amerikanar eru med svona feita rassa ut af thvi ad their nota ''lot'' (o med tveimur kommum) klosett, ekki holur eins og Asiubuar :) Thad er mjog liklega skyringin. Skodudum leyniskyttu-holur sem voru einstaklega throngar, Una hetja skellti ser ofan i eina, og alls konar gildrur sem voru notadar til ad nappa ovinum. Forum svo inn a skotsvaedi thar sem vid fengum ad skjota ur AK-47 rifflum og eftir thad i gongin. Thau voru algjorlega hapunktur ferdarinnar, 100 metra long litil, throng og dimm. Thar sem thau voru haest voru thau um 1,2 m og thar sem thau voru breidust voru thau 0,8 m. Ekki gerd fyrir stort folk en tharna bjuggu Viet Kong hermenn i algjoru leyni, rett hja ovinalinunni. Mjog merkilegt. Haegt var ad fara ut a thremur stodum a leidinni, alltaf eftir 33 metra, thad er vist mjog algengt ad folk fai innilokunarkennd inni i threngslunum. Vid hetjurnar skridum tho alla leid og tokum herlegheitin upp a video. Komum upp sveittar og modar eftir hasarinn, anaegdar med arangurinn.

Leyniskyttuhola, ekki var hun stor..

Eftir turinn i Cu Chi var okkur skutlad a War Remnants Museum, safn um Vietnam stridid. Skodudum einstaklega merkilega ljosmyndabladamennsku thar og fraeddumst mikid. Saga thessa lands er eitthvad svo einstaklega olik Islandi. Sumar myndirnar voru alveg hraedilegar en thetta er vist naudsynlegur hluti thess ad heimsaekja stridshrjad lond, madur verdur ad kynnast thessum stora hluta sogu thess.

Daginn eftir heldum vid svo a Mekong Delta eftir miiiiiikinn misskilning vid hotelstarfsfolkid um bokun tursins, vid bokudum hann semsagt a laugardagsmorguninn en stulkan taladi greinilega enga ensku og bokadi hann semsagt ekki. Um kvoldid tekkudum vid hvort vid vaerum ekki orugglega bokadar en tha vissi enginn neitt og tha voru vist allir baeklingarnir sem thau voru med longu utrunnir og... svo framvegis. Morguninn eftir vorum vid vaknadar fyrir allar aldir tilbunar i turinn en tha vorum vid bara bokadar i eins dags tur, ekki til Kambodiu!! Vid vorum svo einstaklega pirradar a thessu folki... en ad lokum reddudu thau thessu fyrir okkur, einum og halfum tima eftir ad vid vorum komnar nidur, og vid forum einn dag ad Mekong Delta sem er eitt staersta hrisgrjonaraektunarsvaedi i Vietnam og svo daginn eftir heldum vid til Kambo.

I gaer forum vid svo ad skoda konungshollina her i Phnom Penh. Hun var storkostlega falleg. Allir litirnir i husunum sem komu a moti blaa himninum myndudu omotstaedilega heild, algjor vin i midri storborginni. Bordudum svo otrulega godan indverskan mat i gaerkvoldi, vid erum svo hraedilega international sjaid thid til.

Konungshollin i Phnom Penh.

I dag la svo leidin ad erfidum kafla Kambodiuferdarinnar, Killing Fields og Toul Sleng, S-21 fangelsinu. Okkur var skutlad ad Killing Fields a tuk tuk, vagni dregnum afram af motorhjoli, og leigdum okkur leidsogumann a stadnum. Hann sagdi okkur mjog vel fra og vorum vid gladar med ad hafa leigt okkur leidsogumann. Byrjudum a ad stoppa fyrir framan minnismerki thar sem 9000 hofudkupur fornarlamba thjodarmordsins eru en thaer voru allar grafnar upp ur fjoldagrofum a Killing Fields. A thessum akvednu drapsvollum dou 20.000 manns med hraedilegum haetti fyrir thad eitt ad vera menntafolk, ganga med gleraugu, vera born ognandi einstaklinga... Oskiljanlegt. I minnismerkinu var lika hruga af fotum sem hafdi verid safnad saman thegar grafirnar fundust og hreinsud. Mjog magnad minnismerki. Sumar hofudkupurnar voru med gotum her og thar eftir bareflin sem drapu thau.

Hofudkupur i minnismerkinu.

Gengum um vellina sem nuna eru fridsaelir stadir med fuglasong og graenu grasi. Saum hraedilegar fjoldagrafir, tre thar sem hatalari hekk sem spiladi tonlist til ad deyfa hljodin fra aftokunum, tre thar sem bornum var slengt utan i adur en theim var hent ofan i fjoldagrof og alls kyns annan olysanlegan hrylling. Vid vorum ekki katar thegar vid komum aftur i tuk tuk-inn okkar en vid kaettumst tho fljott vid ad sja brosandi born i vegkantinum sem veifudu til okkar og skolaborn a leid heim ur skolanum aftan a motorhjolunum hja mommu og pabba. Bornin herna eru nefnilega alveg storkostlega falleg og sjarmerandi, veifa til manns a medan thau segja ''halloooo'' og brosa sinu allra breidasta.
Thegar vid komum inn i borgina aftur forum vid a russneska markadinn og roltum adeins um hann til ad kaeta okkur. Thad tokst agaetlega, otrulegt hvad er haegt ad selja mikid af skrani! Vid hittum a dvd bud sem seldi mer allar Friends seriurnar og fyrstu thrjar seriurnar af Grey's Anatomy saman a 24 dollara... Eins gott ad thetta virki ;)
Eftir markadinn og hadegismat tokum vid svo tuk tuk a S-21 safnid, gamlan menntaskola sem var breytt i yfirheyrslu- og pyntingarmidstod a Pol Pot timabilinu. Skodudum skolastofur sem voru notadar sem yfirheyrsluherbergi en thar inni eru rumgrindur sem notadar voru til ad halda fornarlombunum a medan a pyntingum stod, auk mynda a veggjunum sem syna hraedilegar afleidingar pyntinganna. Otrulegt hvad er haegt ad breyta fallegum skola i stad sem er gegnsyrdur af illsku, otrulegt hvad folk getur gert odru folki! A golfunum voru svo dokkir blettir og i loftunum blodslettur, fangelsinu var haldid obreyttu eftir ad atburdirnir attu ser stad, blodblettirnir gerdu stadinn ad svo surrealiskum stad og hofdu mikil ahrif a mig. Syndu mjog greinilega ad oll thessi illska atti ser stad einmitt tharna thar sem vid stodum. A odrum stad i safninu voru svo ljosmyndir af fornarlombum sem fundust eftir ad rikisstjorninni var steypt; korlum, konum og litlum bornum... folki af ollum staerdum og gerdum. Folki var gert ad jata i yfirheyrslum med hraedilegum pyntingum og vid saum heimildarmynd um konu sem lest tharna sem hafdi skrifad undir 1000 bladsidur af imyndudum jatningum eftir 6 manada veru i fangelsinu. Stadurinn hafdi mikil ahrif a okkur og okkur var eiginlega lett ad komast ut, thad hvildi ekki godur andi yfir stadnum.

Inni i einni skolastofunni a safninu.

Thjaningar kambodisku thjodarinnar eru olysanlegar en i thjodarmordunum 1975-1979 dou taepar tvaer milljonir manna, naestum fjordungur thjodarinnar, fyrir engar sakir. Otrulegt ad hugsa til thess ad allt folkid sem vid sjaum uti a gotu sem er eldra en thritugt lifdi thetta timabil og sa otrulega hraedilega hluti, og bornin theirra eiga oll aettingja sem dou adur en thau faeddust... Thad er ekki einn einasti Kambodiumadur sem thjodarmordin snerta ekki beint. Leidsogumadurinn okkar a Killing Fields i dag sagdi okkur ad folki fyndist almennt hraedilegt ad tala um thetta timabil og thetta vaeri ekki raett mikid en ad thetta lifdi mjog sterkt i ollu mentaliteti thjodarinnar.

A morgun forum vid svo til Siem Reap thar sem vid aetlum ad skoda staerstu truarlegu byggingar i heimi, Angkor Wat. Aetlum ad eyda um thremur dogum i ad skoda hofin (ef vid faum ekki alveg nog eftir styttri tima..) og svo einum degi i ad skoda borgina adur en vid fljugum til Vientien i Laos a naesta thridjudag.

miðvikudagur, 23. apríl 2008

Burdargjald greitt

Vid hofdum akvedid ad senda dot heim til Islands sidasta daginn okkar i Hoi An. Baedi af thvi ad vid vorum bunar ad lata sauma a okkur heilan helling af fotum - og ekki fraedilegur moguleika ad troda ollu gossinu i bakpokana - og lika af thvi ad vid vorum ordnar threyttar a ad bera med okkur flispeysur, vindjakka, ullarboli og annad heitt stoff sem vid notudum i Japan og Kina.

Hoi An er thekkt fyrir klaedskerana sina og thad er ekki ovenjulegt ad turistar lati sauma a sig heilu fataskapana. Posthusid i baenum bydur thess vegna a tha thjonustu ad senda mann med kassa og vigt a hotelin og spara thannig ferdamonnum sporin. Vid nyttum okkur thessa luxus thjonustu, ad sjalfsogdu.

Thegar allt dotid okkar hafdi verid vigtad, skrad og trodid i kassa tilkynnti postgaeinn ad vid thyrftum ad senda tvo kassa! Hamarksthyngd a einum kassa var 30 kg, en vid Anna og Hanna vorum allar med 10 kg hver og Una med 5 kg... frekar svakalegt.

Vid og postgaeinn med kassana tvo a milli okkar. Her vorum vid ad velta thvi fyrir okkur hvernig i oskopunum hann aetladi ad ferja gossid upp a posthus."Minnsta malid, eg skelli thessu bara a vespuna!"

Aftari gaeinn sat a thriggja sentimetra bili. No problem!

Nuna erum vid i Mui Ne, litlum strandbae nedarlega a austurstrondinni. Her gistum vid i thrjar naetur og holdum svo afram til Saigon (Ho Chi Minh City). Vid erum ekki bunar ad gera mikid annad en ad sofa, borda, liggja a strondinni, busla, borda, tjilla og sofa. Afar ljuft! Solin er samt alveg svakalega sterk herna. Vid barum allar a okkur solarvorn, baedi SPF 30 og 50, en samt erum vid allar brunnar! Eg la langstyst i solbadi en er tho verst farin, skadbrunnin ad aftan og eeeldraud a bakinu... nokkur konar jardarberja Homeblest!

Sorri mamma, eg lofa ad thetta gerist aldrei aftur!

Vid hofum thvi allar fest kaup a aloe vera geli i massavis og aetlum ad vera duglegri ad bera a okkur. Aetli eg klini ekki a mig SPF 50 a halftima fresti naestu vikur. Faranlega hot!

I dag aetlum vid i jeppaferd ut ad raudu sandoldunum sem heradid er fraegt fyrir. Thar aetlum vid ad renna okkur a sandbrettum fram a kvold og taka svo fullt af myndum af solsetrinu. Romo.

Thangad til naest,

Asdis Eir

laugardagur, 12. apríl 2008

Viet Nam

Londunum fjolgar a listanum og samanburdurinn heldur afram. Mer finnst otrulega skemmtilegt ad vera komin inn i nytt land og sja greinilegan mun a Vietnam og Kina, svo ekki se minnst a Japan. Vietnamar eru fallegt og vinalegt folk, Kinverjar voru grofgerdari, baedi i hegdun og utliti tho their vaeru alls ekkert ovinalegir, bara odruvisi. I ferdahandbokunum hafdi verid talad um ad Vietnamar vaeru svo agressivir solumenn ad ferdamenn vildu helst hlaupa burt strax en eg hef ekki ordid vor vid thad. Kannski er thad af thvi ad thad er ekki adal ferdamannatiminn en yfir hofud virdast their bara vera kurteisir og leyfa manni alveg ad skoda i budinni sinni tho madur kaupi ekki neitt. I Kina hlupu their oft a eftir manni, herna hafa their ekki gert thad... enntha. Liklegt er tho ad eg muni breyta sogunni a naestu dogum :)

Vid erum nuna i Hanoi. Borgin er heillandi og skemmtileg, einstakur sjarmi yfir henni. Fullt af verslunum pryda allar gotur; fatabudir med fallegum handunnum vorum, malverkabudir, skartgripabudir, lampabudir... Allt sem hugurinn girnist. Their eru meir ad segja svo miklir verslunarmenn ad herna eru gotur sem selja bara einu typu af voru. Ein gata selur, an grins, mestmegnis hurdarhuna til daemis. Sa adra sem seldi afar morg bindi og adra sem seldi otrulegt magn af skom. Veit ekki alveg hvort folk med bissnessvit a Islandi myndi planta hurdarhunabudinni sinni vid hlidina a ollum hinum hurdarhunabudunum... en svona er thetta vist i utlondum ;)

Komum til Hanoi a thridjudaginn eftir einstaklega lyjandi ferdalag. Bordudum eiginlega ekki neitt allan daginn og vorum alveg bunar thegar vid komum loks a afangastad, eftir 11 tima af nanast stanslausu ferdalagi. Fyndid samt ad koma yfir landlaeg landamaeri og thurfa ad stilla klukkuna einn tima afturabak... I sudurhluta Kina furdudum vid okkur nefnilega a thvi ad thad vaeri ekki ordid bjart fyrr en um 7 leytid um morguninn og dimmdi mjog seint um kvoldid. Kommunisminn kenndi theim semsagt ad allir eru jafnir i Kina, lika hvad timann vardar. Tho their nai yfir timabelti tha breyta their thvi sko ekki. En vid erum semsagt 7 timum a undan ykkur heima nuna, verdur adeins audveldara ad hafa samband heim med minni timamismun.
A thridjudeginum hafdi eg svo verid eitthvad slopp i maganum. Thar sem vid bordudum ekkert nadi eg bara ad gleyma thvi svona nokkurn veginn, fyrir utan lestarveiki og bilveiki, en a midvikudaginn tok svo vid einstakur dagur af voli, vaeli og klosettferdum. Frabaer fyrsta upplifun af Hanoi. For svo ad reikna til baka ad eg hafdi verid slopp i maganum i naestum viku og akvad thvi ad skella mer a syklalyfin sem bjorgudu Asdisarmaga ekki svo morgum dogum fyrr. Til ad gera langa sogu stutta er eg strax allt onnur i maganum og horfir thvi allt til betri vegar.

A fimmtudagsmorgni logdum vid svo eldsnemma af stad i Halong floann fagra, i thriggja tima rutufjarlaegd fra Hanoi. Eyddum tveimur nottum og thremur dogum i floanum og hofdum thad allfint. Hanna og Asdis toku reyndar badar upp a thvi ad verda veikar strax a fimmtudagskvoldid. Asdis fekk loftkaelinga-loftslagsbreytinga-veiki og var einstaklega sjarmerandi og Hanna fekk i magann. Hun er nuna lika komin a syklalyfin. Vid erum nu meiri flokin :)
Fyrsta daginn forum vid a kayak um thetta storkostlega svaedi og limestone klettarnir gnaefdu yfir okkur i allar attir. Sigldum i gegnum throngan helli og inn i hringlaga "skal" af vatni, svipudu Kerinu... ef thid skiljid hvad eg meina. Otrulega fallegt og skemmtilegt.
En vid eyddum fyrstu nottinni a bat a floanum. Mikid vorum vid anaegdar thegar vid komum um bord, thetta var svo huggulegt allt saman!! Thegar vid Una forum svo nidur i herbergi um kveldid og kveiktum ljosid hlupu i skuggann allnokkrar poddur, einskonar litlir kakkalakkar. Vid reyndum ad gleyma theim bara (eda allavega eg...) en Una virdist vera alveg skelfilega podduhraedd og var ekki rott fyrr en vid hofdum kramid ad minnsta kosti 5 stykki med skonum minum. Ekki thad, eg var mjog satt vid ad hafa tha bara dauda i stadinn fyrir ad hafa tha skridandi a saenginni minni um nottina... eg er bara ad reyna ad synast hugrokk ;)
Ekki eru tho oll vandamalin upptalin thvi thad voru enntha nokkrir kakkalakkar a lifi i herberginu og nokkrir skridandi a veggjunum fyrir ofan rumin. Unu langadi ad faera rumid sitt adeins fra veggnum... en tha bara datt thad i sundur!! O boj, vid eyddum heillongum tima i ad akveda hvort vid aettum ad segja staffinu fra thessu en akvadum svo ad vid vaerum andskoti nogu handlagnar fyrir thennan dall. Skelltum ruminu saman og Una svaf hreyfingarlaus alla nottina til ad ogra ekki handverkinu.
Thegar vid svo loksins aetludum ad fara ad sofa og kveikja a loftkaelingunni tha virkadi hun ekki heldur! Vid kolludum a starfsmann og hann var heillengi ad koma henni i gang. Ad lokum kviknadi a henni en ekkert loft kom ut. Um midnaettid slokknadi svo algjorlega a henni og vid svafum med viftuna i gangi, baedi til ad kaela okkur adeins og lika til ad reyna ad minnka adeins diselbraeluna sem kom inn um gluggann okkar. Thvilikt luxusherbergi!
Nu morguninn eftir voknudum vid fyrir allar aldir vid ad velin var sett af stad i batnum. Aetludum ad skreppa i sturtu til ad skola af okkur svitann og sjoinn fra deginum adur... en tha komu bara nokkrir kaldir dropar ur sturtunni! Arrrg.. Vid Una vorum semsagt sattar vid ad skilja vid huggulega herbergid thennan morguninn. Komumst svo ad thvi ad herbergi Honnu og Asdisar hafdi verid alveg agaett, bara einn kakkalakki, rennandi vatn og loftkaeling. Svona er lukkunni misskipt ;)

Thennan morgun sigldum vid svo ad eyju i floanum, forum i land og forum i fjallgongu i thjodgardi. Gangan var eins og ad vera ad labba inni i grodurhusi, rakinn var svo mikill, en vid vorum sattar thegar a toppinn var komid, utsynid var frabaert! Hljodin i skoginum a leidinni upp voru tho engu odru lik og stundum voru dyra/podduhljodin svo havaer ad thad var eins og einhver vaeri ad oskra a mann. Alveg otrulegt! Madurinn sem fylgdi hopnum upp var lika alveg otrulega fyndinn, alger apakottur i hreyfingum, klifradi upp i tre og gretti sig framan i okkur... a milli thess sem hann HLJOP upp fjallid a margfoldum okkar hrada... Otrulega fyndid.

Eftir gonguna forum vid i siglingu ad Apaeyju thar sem lifa vist villtir apar.. en vid saum ekki einn einasta. Guidinn okkar hafdi lika sagt okkur ad skipta endilega ur strigaskonum ur gongunni yfir i sandala, thad vaeri sko alveg nog a Apaeyju. Thegar a eyna var komid lobbudum vid upp svo gryttan stig, naestum lodrettan, ad okkur stod varla a sama i flip-flopsunum okkar... Steinarnir voru svakalega beittir og sumir utlendinganna i hopnum voru alls ekki vanir svona prili og haettu vid. Islensku vikingarnir foru tho upp og aftur nidur a sandolum, allar heilar a hufi. Afram vid!

I nott svafum vid svo a hoteli a fyrrnefndu eyjunni, betur en fyrri nottina, sem betur fer ;) Ferdin endadi svo aftur a batnum sem sigldi rolega inn floann aftur. Skyggnid var agett svo thad var sem betur fer mogulegt ad liggja i solstol og njota utsynisins yfir stadinn thennan sidasta dag. God ferd allt i allt.

A morgun er svo planid ad fara i skodunarferd um Hanoi, med tur hedan af hostelinu, sja allt thad markverdasta a einum degi og halda svo til Hoi An a manudaginn thar sem vid aetlum ad lata sauma a okkur kjola :)

Annars er thad helst ad fretta af undirritadri ad kaerastinn hennar var ad fa afhentan hvolp og er hun thvi ad fara ad "eignast" hund thegar hun kemur heim! Afar spennandi allt saman, serstaklega thar sem hun fekk ad velja nafnid :) Og hedan af thessu bloggi faer hun Bryndis "litla" systir hinar bestu afmaeliskvedjur, til hamingju med daginn litla min, sweet eighteen! :)

Annars bid eg bara ad heilsa, baeti vonandi inn myndum a morgun, myndalausar faerslur eru ekkert midad vid hinar.

Anna Samuelsdottir.

laugardagur, 5. apríl 2008

Af nuddi og nuningi

I gaer atti Una min afmaeli og i tilefni dagsins akvadum vid ad fara i nudd. Vid roltum ut a nuddstofuna a horninu thar sem vid hofdum sed auglyst "Chinese massge". Stelpan i afgreidslunni stardi a okkur sljoum augum og virtist fremur ahugalaus um ad reyna ad skilja okkur. Ad lokum kalladi hun a einhvern kall sem kom tha fram. Vid bentum a skiltid og rettum upp fjora putta og hann benti okkur ad fylgja ser. Vid eltum hann inn i hrorlegan stigagang bakatil, med bleikum og graenum flisum, og upp a 3. eda 4. haed thar sem hann yjadi ad thvi ad vid aettum ad fara inn i eitt herbergid. Svo for hann og vid stodum einar a midju golfi.

"Uhm... forum allavega ur skonum og yfirhofnum... hann hlytur ad koma aftur bradlega." Svo settumst vid i stolana fjora sem voru tharna og bidum. Og bidum. Auk stolanna voru tvo litil bord i herberginu, a theim stodu tvo tissju-box og tveir tannstonglakassar. Einnig var sjonvarp og skaert neon-loftljos. Thetta var einstaklega okosy.

Vid bidum.

Svo var okkur haett ad litast a blikuna. "Hann gerdi engar bendingar thegar hann for? Ekkert "Augnablik" eda "Bidid, eg aetla ad hringja i fjora nuddara... farid bara ur skonum a medan og latid fara vel um ykkur!" Hvad aetli hann se ad gera?!"

Kenningar myndudust um ad thetta vaeri i raun ekki nuddstofa heldur horuhus og bratt myndi karlinn birtast oliuborinn a tigrisdyraskylu, en svo for nu ekki. Thannig ad vid bidum orlitid lengur.

Ad lokum akvadum vid ad nu vaeri bidin ordin of long og klaeddum okkur aftur i skona. Thegar vid gengum fram a stigagang kalladi eg bless og vid gengum nidur. Tha birtist kallinn nokkrum haedum yfir, eins og skrattinn ur saudaleggnum, og hropadi eitthvad a kinversku med tilheyrandi handapati. "No no, it's OK, we're leaving. Xie xie (takk)", sogdum vid og bentum a klukkuna.

Svo hlupum vid aftur a hotelid og badum folkid i afgreidslunni um ad panta fjora nuddara (en su thjonusta er auglyst serstaklega a nattbordunum okkar). Sidan settumst vid inn i herbergi, Hanna og Una i sinu og vid Anna i okkar, og bidin hofst ad nyju.

Thegar langur timi var lidinn kikti eg fram i mottoku. "Their koma eftir fimm minutur!" lofadi stelpan, og eg rolti aftur inn ganginn. Thegar eg var halfnud ad herberginu gengu tvaer stelpur og tveir strakar inn ganginn. Strakarnir heldu badir a sigarettu, voru i gallabuxum og ledurjakka. Annar theirra heilsadi mer og eg heilsadi kurteisislega a moti, opnadi hurdina ad herberginu, gekk inn og lokadi. Their aettu ad koma eftir fimm minutur", sagdi eg vid Onnu... og tha var bankad.

Annar toffarinn horfdi a mig spurnaraugum. "Massage?" Hinn tok sidasta smokinn og henti rettunni ut um gluggann. Stelpurnar foru inn i herbergi Unu og Honnu. Nuddararnir voru maettir!

Vid vorum alklaeddar og lagum i sitthvoru ruminu med hofudid i fotendanum. Their byrjudu a thvi ad nudda hofudledur og andlit. "Jesus minn", hvisladi Anna. "Thad er megn sigarettulykt af puttunum a minum, eg meika thetta ekki!" Eg gat ekki svarad, thvi eg vissi ad eg myndi fa hlaturskast ef eg opnadi munninn. Nuddarinn minn angadi lika af reyk, hann var lagvaxinn, thybbinn og med gullkedju um halsinn. Harid hans var gelgreitt og stod eins og stingandi stra ut um allt og ef eg hefdi sed hann ut a gotu hefdi eg aldrei giskad a ad hann ynni vid ad nudda folk. Svona er eg fordomafull...

Mer finnst nu betra ad lata nudda nakta hud med oliu en ad lata nudda gegnum fot, en thetta var alveg hreint agaett engu ad sidur. Bakpokathreyttu axlir minar voru snertingunni fegnar og thad var vont en naudsynlegt ad lata nudda framan a skoflungunum. Hann ma eiga thad, karlinn, ad hann var betri nuddari en hann leit ut fyrir ad vera!

Vid aetlum ad vera mjog duglegar ad fara i nudd a naestu manudum. Kinverskt nudd i Kina, vietnamskt nudd i Vietnam og taelenskt nudd i Taelandi. Aaah, hid ljufa lif bakpokaferdalangsins!

- Asdis Eir Simonardottir

laugardagur, 29. mars 2008

Thessi utlond...

Kina er margbreytilegt land. Vid erum bunar ad heimsaekja fjora baei her i thessu stora landi og personulega finnst mer vid hafa farid til ad minnsta kosti thriggja landa a thessum tima; landsins Peking, landsins Xi'an og svo landsins Yunnan thar sem vid hofum heimsott tvo fallegustu stadi Kina hingad til, aftur ad minu mati, Dali og Lijiang. Nuna erum vid staddar i Lijiang, stad sem margir hafa lyst sem uppahalds stadnum sinum i ollu Kina. Komum hingad i gaer eftir einkar skrautlega rutuferd fra Dali sem er vel lyst a Hamskiptunum. Vorum bunar ad finna okkur hostel i Rough Guide adur en vid logdum af stad og akvadum ad finna thad bara a roltinu. Hverjum finnst ekki gaman ad rolta med 16 kilo a bakinu?? Hostelid fundum vid eftir gongu um thessa miklu ranghala sem baerinn er en akvadum ad vera ekki thar tho thad vaeri kosy; klosettid var hola frammi a gangi, sturtan var nidri og thad var ekki haegt ad laesa herbergjunum. Eg held svei mer tha ad almaettid hafi leitt okkur thadan ut og inn a hraeodyrt, otrulega notalegt fjolskyldurekid hotel med klosetti og sturtu inni a herberginu thvi nokkrum klukkutimum sidar fekk Asdis vaega matareitrun og la inni a herbergi restina af deginum med tilheyrandi ofognudi. Vid hofdum allar bordad eiginlega sama matinn um daginn, sama morgunmat og svo svipadan hadegismat sem samanstod af hamborgara og fronskum. Frekar surt ad fa matareitrun af hamborgara, manni finnst ad sumir hlutir eigi ad vera frekar oruggir til atu en vid getum engan annan mat tengt vid thessa kveisu. Sem betur fer er hun buin ad jafna sig ad mestu nuna og hefur haldid ollu nidri i dag, litla skinnid. Hun er tho svo mikill hardjaxl ad a morgun skal halda i tveggja daga gongu nidur dypsta gljufur i heimi, Tiger Leaping Gorge. Spennandi. Meira um thau natturuundur sidar.

Annars er ferdalagid buid ad ganga mjog vel hingad til og allt gengid nokkurn veginn eftir aaetlun hja okkur. Audvitad tekur stundum a taugarnar ad vera i svona nanu sambandi vid thrjar adrar manneskjur allan solarhringinn en vid erum samt furdugodar i thessu, ad minu mati. Hofum reyndar pirrast yfir otrulegustu smamunum en sem betur fer er thetta yfirleitt svo smavaegilegt ad ef madur imyndar ser ad madur myndi segja einhverjum soguna af pirringnum eftir a tha vaeri thad alveg agaleg saga. Til daemis vard eg einstaklega pirrud ut i stelpurnar af thvi ad eg sagdi ad leikarinn Eric Bana vaeri orlitid finlegri en Gerard Butler. Thaer voru ekki sammala mer og eg vard bara alveg hraedilega pirrud. Haha, svona getur thetta verid fyndid ;)

En ad Lijiang. Thetta a ad vera best vardveitti baer Kina. Gamli baerinn hefur ad minnsta kosti ekki svikid mig eina agnarogn, svo sjarmerandi og fallegur. Pinulitlar steinlagdar gotur med oteljandi solubasum sem selja fallegt handverk, og svo fallega upplyst hus ad baerinn ljomar med mystiskum og romantiskum blae a kvoldin. I dag satum vid heillengi i solinni a kaffihusi vid hlidina a baejarlaeknum og nutum lifsins i botn. Svona eiga sumir dagar ad vera, lata tha bara lida i godu tomi med bjor i annarri og bok i hinni.

Kina hefur annars stadist minar vaentingar ad mestu. Fjolbreytileikinn er otrulegur. Peking var einstaklega skitug og gra, serstaklega i sandstormunum sem geisudu fyrstu dagana, en hun vard audvitad mun fallegri thegar solin let loksins sja sig. Xi'an var hrein og falleg haskolaborg, mikid af ungu folki a gotunum, mjog vestraenar verslunar- og skyndibitakedjur, og fallegir markadir i bland. Dali og Lijiang eru svo eins og allt annar heimur, svo kruttlegir eitthvad langt uppi i fjollunum med allar thessar sjarmerandi gotur og gamla timann sem skin i gegn. I tveim sidastnefndu baejunum er lika svo skemmtileg tilbreyting ad sja born leika ser fallega a gotunum, ekki skitug og rykug ad leika ser i steypuhrugu eins og i Peking, heldur i fallegum litrikum fotum med litil litrik leikfong og i heilbrigdum leikjum. Virdist einhvernveginn vera heilbrigdari stadur til ad bua a a allan hatt.

Eitt sem er svo mjog olikt Islandi i sambandi vid bornin er thad ad ungaborn eru flest i buxum sem eru opnar i rassinn, bara svona klauf aftan a rassinum, og flest theirra eru ekki med bleiu. Vid hofum sed ofaar maedur sitjandi med litla straka i fanginu, med litla sprella i hondunum, ad lata tha pissa a gotuna. Um daginn saum vid svo konu halda a svona 6 ara stelpu sem var ad pissa a umferdargotu i Xi'an. Otrulegt hvad their leyfa ser med suma hluti... Piss og hraki ut um allt a gotunum bara :) En sinn er sidur i hverju landi og thad ma vist ekki daema thetta mikid. Ekki ad eg se beint ad daema, ef madur paelir i thessu annan hatt tha hljota Kinverjar ad losna blessunarlega mikid vid bleiurusl sem vaeri natturulega ekki ofan a baetandi i thessa mengunarsupu sem Kina virkilega er.

En aetli thessar hugleidingar seu ekki nog i bili. A morgun er thad svo alvoru gonguferd!

Anna.
 
eXTReMe Tracker