laugardagur, 12. apríl 2008

Viet Nam

Londunum fjolgar a listanum og samanburdurinn heldur afram. Mer finnst otrulega skemmtilegt ad vera komin inn i nytt land og sja greinilegan mun a Vietnam og Kina, svo ekki se minnst a Japan. Vietnamar eru fallegt og vinalegt folk, Kinverjar voru grofgerdari, baedi i hegdun og utliti tho their vaeru alls ekkert ovinalegir, bara odruvisi. I ferdahandbokunum hafdi verid talad um ad Vietnamar vaeru svo agressivir solumenn ad ferdamenn vildu helst hlaupa burt strax en eg hef ekki ordid vor vid thad. Kannski er thad af thvi ad thad er ekki adal ferdamannatiminn en yfir hofud virdast their bara vera kurteisir og leyfa manni alveg ad skoda i budinni sinni tho madur kaupi ekki neitt. I Kina hlupu their oft a eftir manni, herna hafa their ekki gert thad... enntha. Liklegt er tho ad eg muni breyta sogunni a naestu dogum :)

Vid erum nuna i Hanoi. Borgin er heillandi og skemmtileg, einstakur sjarmi yfir henni. Fullt af verslunum pryda allar gotur; fatabudir med fallegum handunnum vorum, malverkabudir, skartgripabudir, lampabudir... Allt sem hugurinn girnist. Their eru meir ad segja svo miklir verslunarmenn ad herna eru gotur sem selja bara einu typu af voru. Ein gata selur, an grins, mestmegnis hurdarhuna til daemis. Sa adra sem seldi afar morg bindi og adra sem seldi otrulegt magn af skom. Veit ekki alveg hvort folk med bissnessvit a Islandi myndi planta hurdarhunabudinni sinni vid hlidina a ollum hinum hurdarhunabudunum... en svona er thetta vist i utlondum ;)

Komum til Hanoi a thridjudaginn eftir einstaklega lyjandi ferdalag. Bordudum eiginlega ekki neitt allan daginn og vorum alveg bunar thegar vid komum loks a afangastad, eftir 11 tima af nanast stanslausu ferdalagi. Fyndid samt ad koma yfir landlaeg landamaeri og thurfa ad stilla klukkuna einn tima afturabak... I sudurhluta Kina furdudum vid okkur nefnilega a thvi ad thad vaeri ekki ordid bjart fyrr en um 7 leytid um morguninn og dimmdi mjog seint um kvoldid. Kommunisminn kenndi theim semsagt ad allir eru jafnir i Kina, lika hvad timann vardar. Tho their nai yfir timabelti tha breyta their thvi sko ekki. En vid erum semsagt 7 timum a undan ykkur heima nuna, verdur adeins audveldara ad hafa samband heim med minni timamismun.
A thridjudeginum hafdi eg svo verid eitthvad slopp i maganum. Thar sem vid bordudum ekkert nadi eg bara ad gleyma thvi svona nokkurn veginn, fyrir utan lestarveiki og bilveiki, en a midvikudaginn tok svo vid einstakur dagur af voli, vaeli og klosettferdum. Frabaer fyrsta upplifun af Hanoi. For svo ad reikna til baka ad eg hafdi verid slopp i maganum i naestum viku og akvad thvi ad skella mer a syklalyfin sem bjorgudu Asdisarmaga ekki svo morgum dogum fyrr. Til ad gera langa sogu stutta er eg strax allt onnur i maganum og horfir thvi allt til betri vegar.

A fimmtudagsmorgni logdum vid svo eldsnemma af stad i Halong floann fagra, i thriggja tima rutufjarlaegd fra Hanoi. Eyddum tveimur nottum og thremur dogum i floanum og hofdum thad allfint. Hanna og Asdis toku reyndar badar upp a thvi ad verda veikar strax a fimmtudagskvoldid. Asdis fekk loftkaelinga-loftslagsbreytinga-veiki og var einstaklega sjarmerandi og Hanna fekk i magann. Hun er nuna lika komin a syklalyfin. Vid erum nu meiri flokin :)
Fyrsta daginn forum vid a kayak um thetta storkostlega svaedi og limestone klettarnir gnaefdu yfir okkur i allar attir. Sigldum i gegnum throngan helli og inn i hringlaga "skal" af vatni, svipudu Kerinu... ef thid skiljid hvad eg meina. Otrulega fallegt og skemmtilegt.
En vid eyddum fyrstu nottinni a bat a floanum. Mikid vorum vid anaegdar thegar vid komum um bord, thetta var svo huggulegt allt saman!! Thegar vid Una forum svo nidur i herbergi um kveldid og kveiktum ljosid hlupu i skuggann allnokkrar poddur, einskonar litlir kakkalakkar. Vid reyndum ad gleyma theim bara (eda allavega eg...) en Una virdist vera alveg skelfilega podduhraedd og var ekki rott fyrr en vid hofdum kramid ad minnsta kosti 5 stykki med skonum minum. Ekki thad, eg var mjog satt vid ad hafa tha bara dauda i stadinn fyrir ad hafa tha skridandi a saenginni minni um nottina... eg er bara ad reyna ad synast hugrokk ;)
Ekki eru tho oll vandamalin upptalin thvi thad voru enntha nokkrir kakkalakkar a lifi i herberginu og nokkrir skridandi a veggjunum fyrir ofan rumin. Unu langadi ad faera rumid sitt adeins fra veggnum... en tha bara datt thad i sundur!! O boj, vid eyddum heillongum tima i ad akveda hvort vid aettum ad segja staffinu fra thessu en akvadum svo ad vid vaerum andskoti nogu handlagnar fyrir thennan dall. Skelltum ruminu saman og Una svaf hreyfingarlaus alla nottina til ad ogra ekki handverkinu.
Thegar vid svo loksins aetludum ad fara ad sofa og kveikja a loftkaelingunni tha virkadi hun ekki heldur! Vid kolludum a starfsmann og hann var heillengi ad koma henni i gang. Ad lokum kviknadi a henni en ekkert loft kom ut. Um midnaettid slokknadi svo algjorlega a henni og vid svafum med viftuna i gangi, baedi til ad kaela okkur adeins og lika til ad reyna ad minnka adeins diselbraeluna sem kom inn um gluggann okkar. Thvilikt luxusherbergi!
Nu morguninn eftir voknudum vid fyrir allar aldir vid ad velin var sett af stad i batnum. Aetludum ad skreppa i sturtu til ad skola af okkur svitann og sjoinn fra deginum adur... en tha komu bara nokkrir kaldir dropar ur sturtunni! Arrrg.. Vid Una vorum semsagt sattar vid ad skilja vid huggulega herbergid thennan morguninn. Komumst svo ad thvi ad herbergi Honnu og Asdisar hafdi verid alveg agaett, bara einn kakkalakki, rennandi vatn og loftkaeling. Svona er lukkunni misskipt ;)

Thennan morgun sigldum vid svo ad eyju i floanum, forum i land og forum i fjallgongu i thjodgardi. Gangan var eins og ad vera ad labba inni i grodurhusi, rakinn var svo mikill, en vid vorum sattar thegar a toppinn var komid, utsynid var frabaert! Hljodin i skoginum a leidinni upp voru tho engu odru lik og stundum voru dyra/podduhljodin svo havaer ad thad var eins og einhver vaeri ad oskra a mann. Alveg otrulegt! Madurinn sem fylgdi hopnum upp var lika alveg otrulega fyndinn, alger apakottur i hreyfingum, klifradi upp i tre og gretti sig framan i okkur... a milli thess sem hann HLJOP upp fjallid a margfoldum okkar hrada... Otrulega fyndid.

Eftir gonguna forum vid i siglingu ad Apaeyju thar sem lifa vist villtir apar.. en vid saum ekki einn einasta. Guidinn okkar hafdi lika sagt okkur ad skipta endilega ur strigaskonum ur gongunni yfir i sandala, thad vaeri sko alveg nog a Apaeyju. Thegar a eyna var komid lobbudum vid upp svo gryttan stig, naestum lodrettan, ad okkur stod varla a sama i flip-flopsunum okkar... Steinarnir voru svakalega beittir og sumir utlendinganna i hopnum voru alls ekki vanir svona prili og haettu vid. Islensku vikingarnir foru tho upp og aftur nidur a sandolum, allar heilar a hufi. Afram vid!

I nott svafum vid svo a hoteli a fyrrnefndu eyjunni, betur en fyrri nottina, sem betur fer ;) Ferdin endadi svo aftur a batnum sem sigldi rolega inn floann aftur. Skyggnid var agett svo thad var sem betur fer mogulegt ad liggja i solstol og njota utsynisins yfir stadinn thennan sidasta dag. God ferd allt i allt.

A morgun er svo planid ad fara i skodunarferd um Hanoi, med tur hedan af hostelinu, sja allt thad markverdasta a einum degi og halda svo til Hoi An a manudaginn thar sem vid aetlum ad lata sauma a okkur kjola :)

Annars er thad helst ad fretta af undirritadri ad kaerastinn hennar var ad fa afhentan hvolp og er hun thvi ad fara ad "eignast" hund thegar hun kemur heim! Afar spennandi allt saman, serstaklega thar sem hun fekk ad velja nafnid :) Og hedan af thessu bloggi faer hun Bryndis "litla" systir hinar bestu afmaeliskvedjur, til hamingju med daginn litla min, sweet eighteen! :)

Annars bid eg bara ad heilsa, baeti vonandi inn myndum a morgun, myndalausar faerslur eru ekkert midad vid hinar.

Anna Samuelsdottir.

12 ummæli:

sighvatsson sagði...

Og hvað heitir svo hundurinn???
Ætlaði líka að óska litlu systur til hamingju með afmælið eftir svona skáleið þar sem ég fattaði það ekki þegar ég talaði við hana í síma í gær. "Til hamingju með daginn Bryndís"
Það verður gaman að sjá ykkur íklæddar kjólunum í einhverri safaríferðinni þið leyfið okkur væntanlega að sjá afraksturinn

Kveðja Unumamma.

Nafnlaus sagði...

OOOOJ hvað ég skil Unu með pöddurnar, myndi ekki geta sofið fyrir mitt litla líf í svona pöddugeri....
Langaði bara að kvitta, gaman að fylgjast með ferðastögunni ykkar!!!

Steinunn sagði...

Úff ég er alveg sammála, ég hefði ekkert sofið ef ég hefði vitað af pöddunum allt í kringum mig! Jakk.
Annars bið ég að heilsa ykkur héðan úr snjónum! (Já það er í alvöru snjór!)

Steinunn sagði...

Ég er sko Steinunn Þyri ;)

Anna sagði...

Hundurinn heitir Bessi, datt thad i hug thegar eg var ad labba i Tiger Leaping Gorge. Eg vildi eiginlega ad hann myndi skilja mig thvi tha gaeti eg sagt honum soguna af thvi hvar eg var thegar nafnid hans kom upp... haha, en svo er vist ekki :) Hann er labrador og ogedslega saetur, allavega a myndum!

Nafnlaus sagði...

Þetta er löng og almennileg ferðasaga! :)

Ég kíki reglulega á allar bloggsíðurnar ykkar - vil sérstaklega hrósa Unu fyrir það hvað hún er dugleg að setja inn ferðasögur á sína síðu ;)

Allavega, þá vona ég að þið hafið það gott, hlakka til að lesa meira!

Nafnlaus sagði...

Tahakk fyrir afmæliskveðjurnar! :)
En ég dáist af hugrekki ykkar að sofa með pöddum í herbergi, ég fæ hroll á að hugsa umþetta!
En ég hlakka alveg ýkt mikið til að sjá Bessa, hann er örugglega sætari en Kolbeinn sem er ennþá lítill og ógeðslega hræddur.. hann tístir samt þegar hann er aleinn inní herbergi með lokað og útvarp í gangi.. held ég ! En við heyrumst.. bææ

Nafnlaus sagði...

Elsku asdis min Asiuflakkari hjartans hamingju oskir með afmælið mömmu þinnar.Eg fylgist með ykkur á bloginu og er eg mjög spennt að vita hvernig gengur hja ykkur. Eruð þið ekki þreyttar ? Hvað er amma eiginlega að meina um ungar,kátarog hressar ungmeyjar. Her gengur allt sinn vanagang. Vorið mætti svo sannarlega koma.Kolur biður að heilsa .Kærar kveðjur til vinkvenna þinna .Gangi ykkur vel blessuð min hjartkæra Asdis þin amma

Nafnlaus sagði...

Sælar ferðalangar
Þetta eru aldeilis skemmtilegar lýsingar og mikið hlýtur að vera fallegt þarna. Varðandi herbergið góða þá eru það einmitt atriði eins og ónýtt rúm, pöddur, biluð loftræsting og vatnslaus sturta sem gera ferðir á borð við þessa ógleymanlegar - gæti ekki verið betra.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Erla - mamma Önnu

Þorbjörg sagði...

Saelar skvisur,

Velkomnar til Vietnam, virdist ekki hafa breyst mikid sinar vid vorum tar fyrir nokkrum arum sidan.

Var ad fa kort fra Kina, takk kaerlega fyrir mig :) komid uppa vegg bara svona svo eg muni ad skella mer einn daginn.

Hlakka til ad lesa fleiri ferdasogur.

Goda skemmtun og haldid afram ad njota tess ad vera til,
Thorbjorg miss Kiwi

Ásdís Eir sagði...

Elsku amma min besta. Takk fyrir kommentid og kvedjurnar, alltaf gott ad vita ad thu hugsir til okkar. Vid erum ekkert threyttar, nei nei nei, enda ungmeyjar i bloma lifsin ;)
Bid ad heilsa Kol, hlakka til ad knusa ykkur baedi i sumar!
- Thin Asdis

Hólmfríður sagði...

Sælar stelpur. Skemmtileg ferðasaga og skemmtilega skrifaður "pistill" Anna. Gaman að fylgjast með ykkur og lesa um allt sem þið eruð að upplifa. Sérstaklega fannst mér þó gaman að lesa um ferðalag ykkar um Kína þar sem þið fórum til allra borganna sem við Pétur heimsóttum þegar við ferðuðumst um Kína 2001. Ég persónulega hreifst ekki en það er nú önnur saga. Haldið áfram að hafa gaman.......þessi tími kemur ekki aftur.......
Kærar kveðjur frá Florida.
Hólmfríður, Pétur, Pétur Freyr og Rún.

 
eXTReMe Tracker