I gaer atti Una min afmaeli og i tilefni dagsins akvadum vid ad fara i nudd. Vid roltum ut a nuddstofuna a horninu thar sem vid hofdum sed auglyst "Chinese massge". Stelpan i afgreidslunni stardi a okkur sljoum augum og virtist fremur ahugalaus um ad reyna ad skilja okkur. Ad lokum kalladi hun a einhvern kall sem kom tha fram. Vid bentum a skiltid og rettum upp fjora putta og hann benti okkur ad fylgja ser. Vid eltum hann inn i hrorlegan stigagang bakatil, med bleikum og graenum flisum, og upp a 3. eda 4. haed thar sem hann yjadi ad thvi ad vid aettum ad fara inn i eitt herbergid. Svo for hann og vid stodum einar a midju golfi.
"Uhm... forum allavega ur skonum og yfirhofnum... hann hlytur ad koma aftur bradlega." Svo settumst vid i stolana fjora sem voru tharna og bidum. Og bidum. Auk stolanna voru tvo litil bord i herberginu, a theim stodu tvo tissju-box og tveir tannstonglakassar. Einnig var sjonvarp og skaert neon-loftljos. Thetta var einstaklega okosy.
Vid bidum.
Svo var okkur haett ad litast a blikuna. "Hann gerdi engar bendingar thegar hann for? Ekkert "Augnablik" eda "Bidid, eg aetla ad hringja i fjora nuddara... farid bara ur skonum a medan og latid fara vel um ykkur!" Hvad aetli hann se ad gera?!"
Kenningar myndudust um ad thetta vaeri i raun ekki nuddstofa heldur horuhus og bratt myndi karlinn birtast oliuborinn a tigrisdyraskylu, en svo for nu ekki. Thannig ad vid bidum orlitid lengur.
Ad lokum akvadum vid ad nu vaeri bidin ordin of long og klaeddum okkur aftur i skona. Thegar vid gengum fram a stigagang kalladi eg bless og vid gengum nidur. Tha birtist kallinn nokkrum haedum yfir, eins og skrattinn ur saudaleggnum, og hropadi eitthvad a kinversku med tilheyrandi handapati. "No no, it's OK, we're leaving. Xie xie (takk)", sogdum vid og bentum a klukkuna.
Svo hlupum vid aftur a hotelid og badum folkid i afgreidslunni um ad panta fjora nuddara (en su thjonusta er auglyst serstaklega a nattbordunum okkar). Sidan settumst vid inn i herbergi, Hanna og Una i sinu og vid Anna i okkar, og bidin hofst ad nyju.
Thegar langur timi var lidinn kikti eg fram i mottoku. "Their koma eftir fimm minutur!" lofadi stelpan, og eg rolti aftur inn ganginn. Thegar eg var halfnud ad herberginu gengu tvaer stelpur og tveir strakar inn ganginn. Strakarnir heldu badir a sigarettu, voru i gallabuxum og ledurjakka. Annar theirra heilsadi mer og eg heilsadi kurteisislega a moti, opnadi hurdina ad herberginu, gekk inn og lokadi. Their aettu ad koma eftir fimm minutur", sagdi eg vid Onnu... og tha var bankad.
Annar toffarinn horfdi a mig spurnaraugum. "Massage?" Hinn tok sidasta smokinn og henti rettunni ut um gluggann. Stelpurnar foru inn i herbergi Unu og Honnu. Nuddararnir voru maettir!
Vid vorum alklaeddar og lagum i sitthvoru ruminu med hofudid i fotendanum. Their byrjudu a thvi ad nudda hofudledur og andlit. "Jesus minn", hvisladi Anna. "Thad er megn sigarettulykt af puttunum a minum, eg meika thetta ekki!" Eg gat ekki svarad, thvi eg vissi ad eg myndi fa hlaturskast ef eg opnadi munninn. Nuddarinn minn angadi lika af reyk, hann var lagvaxinn, thybbinn og med gullkedju um halsinn. Harid hans var gelgreitt og stod eins og stingandi stra ut um allt og ef eg hefdi sed hann ut a gotu hefdi eg aldrei giskad a ad hann ynni vid ad nudda folk. Svona er eg fordomafull...
Mer finnst nu betra ad lata nudda nakta hud med oliu en ad lata nudda gegnum fot, en thetta var alveg hreint agaett engu ad sidur. Bakpokathreyttu axlir minar voru snertingunni fegnar og thad var vont en naudsynlegt ad lata nudda framan a skoflungunum. Hann ma eiga thad, karlinn, ad hann var betri nuddari en hann leit ut fyrir ad vera!
Vid aetlum ad vera mjog duglegar ad fara i nudd a naestu manudum. Kinverskt nudd i Kina, vietnamskt nudd i Vietnam og taelenskt nudd i Taelandi. Aaah, hid ljufa lif bakpokaferdalangsins!
- Asdis Eir Simonardottir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Tælenskt nudd. Hljómar dirty ;)
Athugið e-mailin ykkar! :)
Ohhh ég hefði sprungið úr hlátri líka ef ég hefði sagt eitthvað :) Þetta er alveg ótrúlega fyndi allt saman. Maður sér fyrir sér að núddstofan sem þið fóruð á hafi ekkert verið nuddstofa... eða kannski erótísk nuddstofa. Úff segi svona :)
Þannig að þið eruð í grunninn bara að panta ykkur karla í leðurjökkum og gallabuxum til að koma inn á herbergið ykkar og snerta ykkur?
- ÖPR
Ohhh það er svo gaman að lesa bloggið ykkar.(og ferðast í huganum).Maður er stundum svolítið saklaus ferðalangur frá Íslandi.Eins og þegar ég bjó út í Köben og ætlaði að senda vinum og vandamönnum tölvupóst.Þar sem ég átti ekki tölvu,þá ákvað ég að fara á stað sem hét "NET FUN" á Istegade.Þegar ég fór inn á staðinn þá sá ég ekkert fyrir "REYK".Stóð þarna í smá stund til að ná áttum þá kom í ljós,að þetta var "HASSBÚLLA" í eigu HellS ANGELS (engin nettenging þar)hehehe Haldið áfram að vera duglegar að skrifa. Kveðja María Erla(stuð spark frá maganum mínum),Kári Þór og Gaston La gaffé
Loksins loksins getum vid kommentad a moti!! Thessi ritskodun tharna i Kina var nu meira ruglid... En vid erum semsagt komnar til Hanoi, Vietnam eftir langan, erfidan og einstaklega sveittan dag. Hofdum eiginlega ekki tima til ad borda fyrr en bara rett adan svo vid erum eiginlega bara fegnar ad vera a lifi ;) En takk kaerlega fyrir allar kvedjurnar!! Maria Erla og Kari, thad er sko alveg otrulega gaman ad thad se litid barn a leidinni, eg er alltaf ad spyrja mommu hvort hun hafi frett af ykkur.. hehe :)
Kaerar kvedjur, Anna.
Gott að heyra að allt gangi vel - þó þið séuð þreyttar og sveittar. Takk kærlega fyrir kortið Anna.
kv. Kristín Þ.
Skrifa ummæli