miðvikudagur, 30. apríl 2008

Saelt veri folkid.

Foruneytid er komid til Kambodiu heilt a holdnu eftir tveggja daga lyjandi ferdalag med rutum og batum i brennandi solskini. Asdis brann... AFTUR! En bara litid i thetta skiptid sem betur fer. Komum hingad i fyrradag og erum bunar ad eyda tveimur dogum herna i Phnom Penh, hofudborg landsins.

Adur en eg held lengra aetla eg ad klara ad segja fra Vietnam. Eyddum sidasta deginum i Mui Ne i skodunarferd. Byrjudum hja Fairy Stream med pinulitlum strakum sem kolludu sig ''tour guides''. Annar var pinulitill tho hann vaeri niu ara. Hann het Namm! Jeminn, hjarta mitt bradnadi. Seinni partinum eyddum vid hja raudu og hvitu sandoldunum. Thaer voru afar fallegar en vid fengum sand ut um allt af ad labba a theim. Sandur i eyrunum, nefinu, munninum, sandkassi i harinu, fullt af sand i toskunum... Sandur her og sandur thar. Sandoldurnar reyndust tho ekki vera eins godar til nidurrennslu og okkur hafdi verid tjad en ad thvi komumst vid tho ekki fyrr en eftir ad vid hofdum leigt okkur brettin. Fyrst reyndi Asdis ad renna ser en sokk bara ofan i sandinn. Tha kom pinulitil stelpa, hun var orugglega svona 10 ara en leit ut fyrir ad vera svona 6, og ytti henni af stad. Ekkert mikid gerdist en hun rann tho. A leidinni nidur renndum vid Asdis okkur svo salibunu og thad gekk baerilega. Hradinn var tho i lagmarki og vid fengum sand i naerbuxurnar. Hanna og Una slepptu salibunum yfir hofud og heldu thvi bara a plastbrettum allan timann sem thaer notudu ekki neitt. Thad var lika svakalegur vindur svo ef madur missti tak a brettinu odrum megin gekk thad berskerksgang i vindinum og sveifladist i andlitid a manni, faeturnar a okkur og andlitid a naesta manni. Thessum aurum var semsagt vel varid :) Vid vorum svo a raudu sandoldunum vid solsetur og longu skuggarnir voru otrulega flottir a raudum sandinum.

Hja Fairy Stream, tharna sest i Namm.

Hvitu sandoldurnar.

Tokum rutu til Saigon fimmtudaginn var og vorum komnar thangad um kveldid. Daginn eftir forum vid i Lonely Planet gonguferd um borgina og var hann alveg agaetur. Hittum a skemmtilegan markad thar sem vid keyptum okkur skran og seriur... ekki spyrja... og forum svo og fengum okkur Fanny Ice-cream, besta isinn i Nam. Forum i Independence Palace, eda Sameiningarhollina, en thar endadi borgarastridid i Vietnam formlega 30. april 1975, fyrir akkuratt 33 arum sidan i dag. Nordur Vietnamar nadu tha Saigon a sitt vald og leiddu forseta Sudur Vietnam ut ur hollinni um leid og hlaupid var upp og fani dreginn ad hun a efstu haedinni. Husid var agaetlega ahugavert en hefdi mjog audveldlega getad verid gert ad mun skemmtilegra safni.
A laugardeginum voknudum vid svo eldsnemma og nidri i hotellobbyi tok a moti okkur leidsogumadur sem aetladi med okkur i Cu Chi gongin rett fyrir utan Saigon. Hann het Mr. Bean... eda hann bar thad allavega svoleidis fram. Audvelt ad muna! Mr. Bean var uppgjafarhermadur en hann var halfur Amerikani og var officer i bandariska hernum i Vietnam. Hann byr tho i Vietnam nuna og litur a sjalfan sig sem Vietnama og er einstaklega stoltur af landinu sinu. Thad var einstaklega ahugavert ad hlusta a Bean tala um stridid. Hann sagdist aldrei hafa drepid neinn en hann hafdi sed ymislegt sem hann sagdist aldrei geta gleymt. Hann sagdi meir ad segja ad ef hann vaeri ekki katholskur hefdi hann orugglega tekid sitt eigid lif. Okkur fannst vid heppnar ad hafa lent a svona leidsogumanni, hann gat orugglega sagt betur fra en margur annar.
Thegar vid komum i Cu Chi byrjudum vid a thvi ad horfa a heimildarmynd um svaedid en thetta var vist einstaklega blomlegt herad fyrir strid sem endadi svo a ad verda eitt mest sprengda svaedi Vietnam. Roltum svo um svaedid med Mr. Bean og hann sagdi okkur margt frodlegt. Laerdum medal annars ad Amerikanar eru med svona feita rassa ut af thvi ad their nota ''lot'' (o med tveimur kommum) klosett, ekki holur eins og Asiubuar :) Thad er mjog liklega skyringin. Skodudum leyniskyttu-holur sem voru einstaklega throngar, Una hetja skellti ser ofan i eina, og alls konar gildrur sem voru notadar til ad nappa ovinum. Forum svo inn a skotsvaedi thar sem vid fengum ad skjota ur AK-47 rifflum og eftir thad i gongin. Thau voru algjorlega hapunktur ferdarinnar, 100 metra long litil, throng og dimm. Thar sem thau voru haest voru thau um 1,2 m og thar sem thau voru breidust voru thau 0,8 m. Ekki gerd fyrir stort folk en tharna bjuggu Viet Kong hermenn i algjoru leyni, rett hja ovinalinunni. Mjog merkilegt. Haegt var ad fara ut a thremur stodum a leidinni, alltaf eftir 33 metra, thad er vist mjog algengt ad folk fai innilokunarkennd inni i threngslunum. Vid hetjurnar skridum tho alla leid og tokum herlegheitin upp a video. Komum upp sveittar og modar eftir hasarinn, anaegdar med arangurinn.

Leyniskyttuhola, ekki var hun stor..

Eftir turinn i Cu Chi var okkur skutlad a War Remnants Museum, safn um Vietnam stridid. Skodudum einstaklega merkilega ljosmyndabladamennsku thar og fraeddumst mikid. Saga thessa lands er eitthvad svo einstaklega olik Islandi. Sumar myndirnar voru alveg hraedilegar en thetta er vist naudsynlegur hluti thess ad heimsaekja stridshrjad lond, madur verdur ad kynnast thessum stora hluta sogu thess.

Daginn eftir heldum vid svo a Mekong Delta eftir miiiiiikinn misskilning vid hotelstarfsfolkid um bokun tursins, vid bokudum hann semsagt a laugardagsmorguninn en stulkan taladi greinilega enga ensku og bokadi hann semsagt ekki. Um kvoldid tekkudum vid hvort vid vaerum ekki orugglega bokadar en tha vissi enginn neitt og tha voru vist allir baeklingarnir sem thau voru med longu utrunnir og... svo framvegis. Morguninn eftir vorum vid vaknadar fyrir allar aldir tilbunar i turinn en tha vorum vid bara bokadar i eins dags tur, ekki til Kambodiu!! Vid vorum svo einstaklega pirradar a thessu folki... en ad lokum reddudu thau thessu fyrir okkur, einum og halfum tima eftir ad vid vorum komnar nidur, og vid forum einn dag ad Mekong Delta sem er eitt staersta hrisgrjonaraektunarsvaedi i Vietnam og svo daginn eftir heldum vid til Kambo.

I gaer forum vid svo ad skoda konungshollina her i Phnom Penh. Hun var storkostlega falleg. Allir litirnir i husunum sem komu a moti blaa himninum myndudu omotstaedilega heild, algjor vin i midri storborginni. Bordudum svo otrulega godan indverskan mat i gaerkvoldi, vid erum svo hraedilega international sjaid thid til.

Konungshollin i Phnom Penh.

I dag la svo leidin ad erfidum kafla Kambodiuferdarinnar, Killing Fields og Toul Sleng, S-21 fangelsinu. Okkur var skutlad ad Killing Fields a tuk tuk, vagni dregnum afram af motorhjoli, og leigdum okkur leidsogumann a stadnum. Hann sagdi okkur mjog vel fra og vorum vid gladar med ad hafa leigt okkur leidsogumann. Byrjudum a ad stoppa fyrir framan minnismerki thar sem 9000 hofudkupur fornarlamba thjodarmordsins eru en thaer voru allar grafnar upp ur fjoldagrofum a Killing Fields. A thessum akvednu drapsvollum dou 20.000 manns med hraedilegum haetti fyrir thad eitt ad vera menntafolk, ganga med gleraugu, vera born ognandi einstaklinga... Oskiljanlegt. I minnismerkinu var lika hruga af fotum sem hafdi verid safnad saman thegar grafirnar fundust og hreinsud. Mjog magnad minnismerki. Sumar hofudkupurnar voru med gotum her og thar eftir bareflin sem drapu thau.

Hofudkupur i minnismerkinu.

Gengum um vellina sem nuna eru fridsaelir stadir med fuglasong og graenu grasi. Saum hraedilegar fjoldagrafir, tre thar sem hatalari hekk sem spiladi tonlist til ad deyfa hljodin fra aftokunum, tre thar sem bornum var slengt utan i adur en theim var hent ofan i fjoldagrof og alls kyns annan olysanlegan hrylling. Vid vorum ekki katar thegar vid komum aftur i tuk tuk-inn okkar en vid kaettumst tho fljott vid ad sja brosandi born i vegkantinum sem veifudu til okkar og skolaborn a leid heim ur skolanum aftan a motorhjolunum hja mommu og pabba. Bornin herna eru nefnilega alveg storkostlega falleg og sjarmerandi, veifa til manns a medan thau segja ''halloooo'' og brosa sinu allra breidasta.
Thegar vid komum inn i borgina aftur forum vid a russneska markadinn og roltum adeins um hann til ad kaeta okkur. Thad tokst agaetlega, otrulegt hvad er haegt ad selja mikid af skrani! Vid hittum a dvd bud sem seldi mer allar Friends seriurnar og fyrstu thrjar seriurnar af Grey's Anatomy saman a 24 dollara... Eins gott ad thetta virki ;)
Eftir markadinn og hadegismat tokum vid svo tuk tuk a S-21 safnid, gamlan menntaskola sem var breytt i yfirheyrslu- og pyntingarmidstod a Pol Pot timabilinu. Skodudum skolastofur sem voru notadar sem yfirheyrsluherbergi en thar inni eru rumgrindur sem notadar voru til ad halda fornarlombunum a medan a pyntingum stod, auk mynda a veggjunum sem syna hraedilegar afleidingar pyntinganna. Otrulegt hvad er haegt ad breyta fallegum skola i stad sem er gegnsyrdur af illsku, otrulegt hvad folk getur gert odru folki! A golfunum voru svo dokkir blettir og i loftunum blodslettur, fangelsinu var haldid obreyttu eftir ad atburdirnir attu ser stad, blodblettirnir gerdu stadinn ad svo surrealiskum stad og hofdu mikil ahrif a mig. Syndu mjog greinilega ad oll thessi illska atti ser stad einmitt tharna thar sem vid stodum. A odrum stad i safninu voru svo ljosmyndir af fornarlombum sem fundust eftir ad rikisstjorninni var steypt; korlum, konum og litlum bornum... folki af ollum staerdum og gerdum. Folki var gert ad jata i yfirheyrslum med hraedilegum pyntingum og vid saum heimildarmynd um konu sem lest tharna sem hafdi skrifad undir 1000 bladsidur af imyndudum jatningum eftir 6 manada veru i fangelsinu. Stadurinn hafdi mikil ahrif a okkur og okkur var eiginlega lett ad komast ut, thad hvildi ekki godur andi yfir stadnum.

Inni i einni skolastofunni a safninu.

Thjaningar kambodisku thjodarinnar eru olysanlegar en i thjodarmordunum 1975-1979 dou taepar tvaer milljonir manna, naestum fjordungur thjodarinnar, fyrir engar sakir. Otrulegt ad hugsa til thess ad allt folkid sem vid sjaum uti a gotu sem er eldra en thritugt lifdi thetta timabil og sa otrulega hraedilega hluti, og bornin theirra eiga oll aettingja sem dou adur en thau faeddust... Thad er ekki einn einasti Kambodiumadur sem thjodarmordin snerta ekki beint. Leidsogumadurinn okkar a Killing Fields i dag sagdi okkur ad folki fyndist almennt hraedilegt ad tala um thetta timabil og thetta vaeri ekki raett mikid en ad thetta lifdi mjog sterkt i ollu mentaliteti thjodarinnar.

A morgun forum vid svo til Siem Reap thar sem vid aetlum ad skoda staerstu truarlegu byggingar i heimi, Angkor Wat. Aetlum ad eyda um thremur dogum i ad skoda hofin (ef vid faum ekki alveg nog eftir styttri tima..) og svo einum degi i ad skoda borgina adur en vid fljugum til Vientien i Laos a naesta thridjudag.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð færsla

-ÖPR

Nafnlaus sagði...

Sælar allar

Gott að heyra frá ykkur aftur. Greinilega mikil lífsreynsla að skoða þessi stríðshrjáðu svæði og sláandi að lesa þetta.
Nú styttist ferðin hjá ykkur í annan endann, góð tilhugsun fyrir okkur, það er nefnilega svolítið erfitt að hafa ykkur svona langt í burtu í svo langan tíma.
Bestu kveðjur,
Erla, Pétur og Bryndís

Nafnlaus sagði...

Sælar stúlkur, ótrúlega gaman að fylgjast með ferðasögunni ykkar, maður fær bara ferðafílinginn beint í æð! Hafið það gott :)

p.s. takk fyrir póstkortin Anna, ég hengdi þau uppá ísskáp, svo ég virðist líka vera veraldarvön. Hohoho.

Kveðja úr vorsólinni,
Ragga

Nafnlaus sagði...

Hæ alles,

Copy paste frá Erlu - þar ekki að segja meira.

Svo viljum við auðvitað að þið komið heim sem allra, allra fyrst en samt að þið upplifið og njótið sem allra, allra lengst - það er pínu paradox í því :- )

Kveðja Sighvatur

Elín Lóa sagði...

Þetta er allt svo ótrúlega magnað!

Nafnlaus sagði...

Oh þú ert svo góður penni :)
Góð færsla og gaman að fylgjast með ykkur.

Nafnlaus sagði...

Vá skutuð þið úr rifflum og skriðuð þröngu göngin, shit hvað ég held að ég hefði fengið innilokunarkennd!! Vona að Ásdís sé að jafna sig á húðbrunanum :) NJÓTIÐ ÞESS AÐ VERA ÞARNA!! Ég samgleðst ykkur svo innilega og öfunda ykkur pínu... ;)

Una sagði...

Vid eigum i alveg sama paradoxi herna pabbi, vid hlokkum otrulega mikid til ad koma heim en viljum samt a sama tima helst ad tessari ferd ljuki ekki. Flokid mal.

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman að fylgjast með ykkur. Þetta er svo mikið ævintýri! Frábærar myndir!! Meira svona. Farið nú varlega og njótið augnabliksins.
Kveðja,
Lára Hönnumamma

Nafnlaus sagði...

ofboðslega gaman að "heyra" í þér á msn áðan, anna...ég vil fá kort frá Thai ;) Sjáumst

Nafnlaus sagði...

hæ - átti erfitt með að lesa þessar lýsingar. Tekið mig nokkra daga að melta. Þetta er ótrúleg upplifun.
Sjáumst fljótlega.
kv. Kristín Þ.
P.s. eruð þið búnar að skoða ísl. eurovision myndbandið? Sjáið það á youtube :) Spánverjar er líka mjög skemmtilegir í ár!

Nafnlaus sagði...

Sælar stelpur

Ég er að fara í bakpokaferðalag á næsta ári með félögum mínum og erum að skipuleggja þetta núna.

Ég var að spá hvor tað þið gætuð í næstu færslu, tekið smá svona samantekt yfir hvað hefur staðið uppúr í ferðalaginu ykkar?
Hvert ætti maður að fara og hvað ætti maður að forðast?

Kær kveðja

Arnar Freyr Magnússon

 
eXTReMe Tracker