föstudagur, 23. maí 2008

Agrip af sidustu vikum

26. mai 2008 - Uppfaert, nu med myndum!

Godir hlutir gerast haegt... Er thad ekki annars thannig?? Eftir thriggja vikna bloggpasu er nog komid af svoleidis leti, nu er svo stutt i heimferd ad thad er ekki annad haegt en ad henda inn eins og einni faerslu.

Vid erum staddar a Koh Tao (Skjaldbokueyju) a Taelandi. Her er turkisblar sjor, skjannahvitar strendur, palmatre og solskin (svona stundum). Thessa dagana eru Asdis og Una a kofunarnamskeidi en vid Hanna Rut erum sjuklingar og niskupukar og eydum thvi okkar dogum i ad "worka tanid". Thad thydir sko ekki ad koma hvitur heim eftir thetta allt saman, onei.

Thegar eg bloggadi seinast vorum vid i Phnom Penh. Nu virdist vera heil eilifd sidan. Vid skodudum staerstu truarbygginga-rustir i heimi, Angkor Wat, i Siem Reap og thaer voru hreint ut sagt storkostlegar. Trjaraetur sem hlykkjudust nidur rustirnar gerdu thetta allt mjog mystiskt og magnad. Vid eyddum thremur dogum i ad skoda rustirnar og var thad algjorlega thess virdi. Borgudum manni af hotelinu sem vid heldum ad heti Stockholm, en het vist eitthvad allt annad sem liktist thvi i framburdi, fyrir ad skutla okkur ut ad Angkor alla dagana, bida eftir okkur a milli hofaskodana og skutla okkur aftur heim. Saum solaruppras og solarlag yfir rustunum en hvorugt var neitt storkostlegt, thvi midur. Mer skilst ad rustirnar seu notadar eitthvad i myndinni Tomb Raider... Eg hef ekki sed hana en litill fugl sagdi mer thetta.

Allar saman fyrir framan hof a kafi i trjarotum. Otrulegt alveg hreint.

Fra Siem Reap flugum vid svo til Laos, med trega i hjarta yfir ad yfirgefa Kambodiu sem var yndislegt land. Laos tok tho vel a moti okkur med rutuferd fra hofudborginni Vientiane til Vang Vieng sem er algjor bakpokaferdalangastadur. Rutan var skrautleg; ollum pokunum okkar hent upp a thak thar sem fyrir voru nokkrar vespur og fullt af odrum farangri. Svo var okkur trodid inn i rutuna, fram hja isskap sem tok upp mest allt golfplassid. Tharna hossudumst vid i 3 tima med laoiskt popp a haestu stillingu i eyrunum. Til Vang Vieng komumst vid heilu og holdnu en thar sem flest gistihusin voru full thessa nottina skelltum vid pokunum a gangstettina og Una og Hanna heldu i herbergisleit a medan eg og Asdis possudum pokana med kaldan bjor i annarri og abyrgdina i hinni. Bara thad ad sitja a thessari gangstettarbrun var skemmtileg upplifun; vid satum og horfdum ut a fallega a lidast hja a milli limestone fjalla rett vid solarlag og thad eina sem vid heyrdum var arnidur, hljod i stoku vespu, hljod i krokkum ad leika ser og almennt spjall i odru folki i kringum okkur. Vid fottudum ad thetta var rolegasta stund sem vid hofdum att uti a gotu alla ferdina, takturinn var greinilega haegari i Laos en i hinum londunum. Stelpurnar fundu svo thetta fina hotel med utsyni yfir ana og gistum vid thar i fjorar naetur.
Vang Vieng var annars halfgert fyrirbaeri en thar eyddum vid dogunum i ad fljota a gummislongum og kayokum nidur ana og kvoldunum i ad liggja a borunum, borda pizzu og horfa a Friends. Thetta var ekki baer sem haegt var ad stoppa i lengi en thad var samt gaman ad koma thangad.

Hja anni i Vang Vieng, fyrir aftan stelpurnar eru kajakarnir okkar og folk ad stokkva ur rolunni sem Hanna og Asdis gengu svo berserksgang i.

Fra Vang Vieng tokum vid rutu til Luang Prabang en sa baer er a heimsminjaskra Unesco. LP var einstaklega fallegur baer og thadan forum vid i dagsferd ad skoda Khmu thorp en thar byr folk vid einstaklega olikar adstaedur en vid eigum ad kynnast. Thennan sama dag forum vid lika a filsbak sem var mjog skemmtileg reynsla, serstaklega thar sem vid fengum ad sitja a halsinum a filnum og upplifa hann a allt annan hatt en eg bjost vid ad vid fengjum ad gera. Thad var oraunverulegt ad sitja tharna med hausinn fyrir nedan hendurnar, eyrun flaksandi i faeturna a ser og ranann flaksandi til og fra fyrir nedan sig. Fillinn okkar Asdisar prumpadi einu sinni og vid titrudum alveg inn ad beini, staerdin a thessum dyrum!!
Fra Luang Prabang forum vid lika og skodudum foss stutt fyrir utan baeinn og fengum okkur sundsprett i hyljunum thar. Thad vantadi reyndar solina thann daginn en thetta var samt alveg agalega tropical.

Sed yfir Luang Prabang i Laos seinasta kvoldid okkar thar.

Vid attum svo orstutt samtal um thad hvort vid vildum heldur gera; taka 19 tima naeturrutu med saetum til Chiang Mai i Taelandi eda fljuga i klukkutima. Vid vorum nokkud fljotar ad sammaelast um seinni kostinn, ekki bara ut af nennu heldur lika bara vegna timans sem allt i einu var farinn ad hlaupa fra okkur. Flugum til Chiang Mai 15. mai og eyddum thar thremur heilum dogum. Fyrsta kvoldid skruppum vid i bio en bara thessa nokkra klukkutima i Chiang Mai saum vid ad vid hofdum dembt okkur inn i vestraena menningu med hradi. Vorum mjog uppvedradar thegar i lok myndarinnar hljomadi lagid Hoppa i polla med Sigur Ros og gatum varla setid kyrrar. Asdisi tokst meir ad segja ad tarast og konan vid hlidina a henni skildi ekki upp ne nidur i thessari stelpu og vinkonum hennar sem hlogu bara og gretu yfir frekar mellow lokaatridi i aevintyramynd! Daginn eftir tokum vid i almenna skodunarferd um baeinn og kiktum svo i bio aftur um kvoldid. Ekki daema okkur.. okkur langadi bara svo ad sja nyjar myndir ;) Laugardagurinn var svo hasarmikill med eindaemum en tha tokum vid rutu ut i skog thar sem er buid ad strengja jarnstrengi a milli nokkurra trjaa i mikilli haed. Thar skelltu frodir menn a okkur alls kyns beltum og olum sem og graenum hjalmi adur en vid heldum upp i tre. Thegar buid var ad festa jarnfestina okkar vid linuna lyftum vid fotunum og hossassa... renndum okkur yfir i naesta tre! Haesta linan var i 120 metra haed og ekki er laust vid ad madur hafi verid med sma braudfaetur thegar guidinn sagdi "feet up..." og madur theystist af stad!! Fyrir okkur flestar var thetta tho einstaklega skemmtileg salibuna en Asdis lenti tho i thvi ad snuast vid a midri leid og thegar guidinn sagdi henni ad bremsa vissi hun ekki alveg hvernig hun aetti ad utfaera hemlunina og akvad thvi ad sleppa thvi frekar! Thad endadi med halfgerdum oskopum thvi bremsan hennar vard tred sem hun atti ad stoppa uppi i og bolgnadi annar kalfinn hraedilega mikid svo ur urdu tveir dagar a gamaldags haekjum sem hotelid utvegadi henni. Hun var sem betur fer fljot ad jafna sig a hrakforunum og er nuna nogu hraust til ad sprikla i sjonum allan daginn.
Thennan daginn kynntumst vid thremur breskum strakum sem vid svo hittum a barnum um kvoldid. Asdis skellti ser med a haekjunum og stod sig eins og hetja. Thetta litla djamm okkar vard tho til thess ad vid voknudum eftir adeins of litinn svefn daginn eftir til ad skella okkur a matreidslunamskeid. Eldudum sjo ljuffenga retti og laerdum heilan helling um taelenska matargerd, krydd og bordsidi. Vona ad madur hafi verid vid nogu goda heilsu til ad halda kunnattunni vid heima... Spennandi!

Fra Chiang Mai flugum vid a manudaginn var. Millilentum i Bangkok og flugum thadan til Surat Thani sem er staersti baerinn i "eyjaheradinu". Tokum ferju fra hofninni til Koh Pah Ngan thar sem vid vorum i tvaer naetur i bungalow a strondinni. Astaedan fyrir stoppinu okkar thar var adallega staersta strandparty i heimi, Full Moon Party. Vid skelltum okkur thangad a thridjudagskvoldid og tokum algjorlega thatt i gledinni; keyptum okkur neon-gleraugu og hudmalningu sem lysti i myrkri. Vorum klarlega svakalegar paejur. Hittum islenskar stelpur thar en thaer voru fyrstu Islendingarnir sem vid hittum sidan i Kina! Gledin stod frekar stutt i partyinu tho thvi eftir ad hafa rolt svolitid um strondina, dansad adeins i sjonum rett hja manni sem reyndist vera ad pissa, dansad vid techno tonlist i sandinum og flaggad islenskum fana sem vid hofdum malad a handleggina a okkur, komst Asdis ad thvi ad myndavelin, veskid og siminn vaeri horfid ur toskunni hennar. Hefur verid nokkud lunkinn vasathjofur thvi hann hafdi ekki fyrir thvi ad taka litla vasabok eda regnsla ur toskunni, hefur algjorlega gefid ser tima til ad fiska verdmaetin upp. Vid misstum orlitid truna a samferdalongum okkar og drifum okkur heim aftan a pallinum a pallbil.

Svaka paejur i Full Moon partyinu, i fullum skruda!

Daginn eftir Full Moon partyid tokum vid ferju hingad til Koh Tao og her aetlum vid ad eyda viku i almenna afsloppun og solbodun auk thess ad fara ad snorkla og a kayak (og ad sjalfsogdu kafa). Lifid er nokkud ljuft thessa dagana og orugglega ekki til betri stadur en thessi til ad enda storkostlega ferd um frabaer lond. Thad verdur gott ad komast heim til sin en thad verdur lika erfitt ad kvedja thennan kafla i lifinu, hann kemur vist ekki aftur. En ekkert vael, okkar bida margir godir dagar i solinni og sjonum!!

Solsetrid a Sairee strondinni a Koh Tao, algerri paradis.

4 ummæli:

Hanna Rut sagði...

Far out!!

Ómar sagði...

No way, hooooo-say!

Nafnlaus sagði...

Svakalega er fallegt á jörðinni okkar. Líka þarna hinum megin á hnettinum ...

Ásdís Eir sagði...

Hahaha, ég var að lesa þessa færslu aftur núna.. og vá! Gamli hrakfallabálkurinn! :D

 
eXTReMe Tracker