föstudagur, 14. mars 2008

Mt. Fuji og Hiroshima

Japansdvol okkar styttist odum i annan endann, en eg tel ad okkur se ad takast ad fa agaetis tversnid af tessu landi, tott audvitad se otalmargt sem vid naum ekki ad sja. Stoppid hja Fuji var styttra en vid hofdum aetlad, vegna sma kludurs i rutuskipulagningu hja okkur. Sem betur fer hofum vid sidan ta getad notast vid Shinkansen hradlestir teirra Japana, sem eru annad tjodarstolt, rett eins og Fuji fjallid.

Fuji er fallega simmetriskt fjall og skyggnid thennan dag var med agaetum, thratt fyrir orlitid mistur.

Shinkansen lestirnar fara a 300 km hrada og net teirra liggur um allt landid, og er medaltof i kerfinu a ari ekki lengri in 38 sekundur, sem eg held ad hljoti ad vera heimsnet. Afar punctual semsagt.
Vid nyttum okkur tennan otrulega taegilega ferdamata a tridjudaginn, til ad skreppa fra Kyoto til Hiroshima i dagsferd. Hiroshima er mjog falleg og lifandi i dag, en tad sem dregur mann helst tangad er to audvitad hlutverk borgarinnar i mannkynssogunni. Klukkan 8:15 tann 6.agust 1945 var Hiroshima turrkud ut af yfirbordi jardar a nokkrum sekundum, en eftir stodu rustir nokkurra bygginga og t.a.m. teirrar sem i dag er tekkt sem The A-bomb Dome, og hefur verid vardveitt sem aminning um afleidingar kjarnorkuvopna. A svaedinu i kringum bygginguna hefur verid reist safn o.fl. sem vid skodudum, auk tess sem vid fengum leidsogn um svaedid fra "hibakusha", en svo kallast eftirlifendur sprengingarinnar. Um tetta ma ad sjalfsogdu segja margt og mikid, en eg laet naegja ad segja ad tetta var baedi ahrifamikid og frodlegt.

A-Bomb Dome i Hiroshima, fraegasta minnismerkid um harmleikinn.


Hiroshima hefur samt upp a fleira ad bjoda heldur en minjar um harmleik og eydileggingu, tvi tetta er afskaplega falleg borg. Rett utan vid borgina lurir eyjan Miyajima, sem er medal helgustu stada ur japanskri sogu, svo heilog ad lengst af mattu konur ekki stiga faeti a eyjuna. En tad hefur to sem betur fer breyst, tvi tetta er frabaer stadur og gaman ad ganga tar um a milli hofa og pagoda i skogi voxnum hlidum. Fraegasti hluti eyjarinnar er fljotandi hlidid, sem tilheyrir shinto hofi og stendur uti i sjo, umlukid vatni ef tad er flod. Vid vorum hinsvegar tarna i fjoru, svo vid gatum gengid eftir leirunum ut ad hlidinu (og fylgst med folki sem tyndi skelfisk ur taranum kringum hlidid).

Hanna, Una og Asdis fyrir framan hlidid a Myiajima.

Ekki sidur skemmtileg eru dadyrin sem lifa villt a eyjunni og eta allt sem ad kjafti kemur, t.a.m. kortid mitt sem einn saetur bambi hreinlega hrifsadi ur hondunum a mer og hakkadi i sig.

Vid erum enn yfir okkur hrifnar af Japan, tad hefur ekkert breyst, enda storskemmtilegt land. Hinsvegar erum vid farnar ad taka eftir einu og odru, svona inn a milli taekniundranna, sem vid vildum sidur innleida a Islandi. Tar ma kannski helst nefna ta stadreynd ad Japanir skera handfangid af banonunum uti i bud. Hvers vegna nokkur madur aetti ad vilja skemma tetta fullkomna skopunarverk sem bananar eru er mer oskiljanlegt. Auk tess er hvimleitt ad tratt fyrir uthugsud klosett, sem bjoda upp a allt fra volgu rassaskoli til tonlistar til ad kaefa pissuhljod, skuli teir svo oft hvorki bjoda upp a handsapu ne nokkra leid til ad turrka ser eftir handtvott. Vid hofum enda tekid eftir tvi ad flestir bera a ser litinn klut sem teir nota til a turrka ser med a almenningsklosettum. Skrytinn sidur.
Umhverfishljodin, eda havadinn ollu heldur, er lika eitthvad sem madur a erfitt med ad venjast. Tad eru endalaus dingl og pip og aepandi tonlist alls stadar sem madur fer. Stefin sem eru spilud samhlida graenum karli a gangbrautum, liklega til hjalpar blindum, limist t.d. alveg a heilann a manni, og tegar slokkvilids -eda logreglubill a leid hja lata teir ekki sirenurnar naegja heldur oskra lika i gjallarhorn, sem bergmaladi rosalega milli skyjakljufanna i Tokyo. Annad sem mer finnst serkennilegt er svo hversu mikid af folki gegnir furdulegum storfum sem manni finnst fullkomlega otorf, og myndi an efa vera mikill sparnadur fyrir fyrirtaekid ad skera nidur. Til daemis madurinn sem stendur kyrr allann daginn tar sem eru gatnaframkvaemdir og veifar litilli lukt. Eda lyftuverdirnir sem standa muldrandi med andlitid upp vid lyftutakkanna og stoppa lyftuna a hverri einustu haed, jafnvel tott enginn aetli tar inn eda ut. Fari madur svo a kassa i verslun er ekki oalgengt ad 3 starfsmenn taki a moti manni, einn sem stimplar voruna inn, annar sem pakkar henni inn i pappir og ofan i poka, og tridji sem tekur vid peningnum.

Jaeja tetta er ordid nogu helviti langt hja mer i bili. Tad er margt sem ma segja um Japan, tratt fyrir ad tad se nu ekki meira framandi en tetta. A manudaginn er ferdinni heitid til Kina, ta held eg ad kultursjokkid byrji fyrst fyrir alvoru. Stay tuned.

Una Sighvatsdottir.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þori ekki öðru en kvitta :)
kv Helgi

Steinunn sagði...

Það er nú svoldið fyndið að lesa sömu færsluna tvisvar á sitthvorum staðnum ;) En þetta er greinilega allt æðislegt hjá ykkur!!

Anna sagði...

Thad er svona Steinunn, vildum ekki vera ad reyna ad breyta upplysingunum sem Una var buin ad skrifa og akvadum ad afrita faersluna hana hingad inn til ad folk sem skodar ekki bloggin okkar en skodar samt thetta geti lesid. Thetta er allt utpaelt ;) Takk fyrir kvittid goda folk, reynum ad koma med nyja faerslu sem fyrst!

Anna.

Nafnlaus sagði...

æi leiðinlegt að missa af þér í dag hanna mín... en gott að heyra að allt gangi vel og vona að ég nái næsta símafundi :D
knús og endalausar saknaðarkveðjur, Guðrún Erna

p.s. andrea dís er búin að spá mikið í það hvernig kisan hafi það hehe...

Nafnlaus sagði...

já góða skemmtun elskurnar. farið varlega:/ já semsagt kvitt.... hehh. Eymundsson í vorblíðu á sunnudegi. klikkar ekki frekar en japan.. koss, Elsa

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kortið Anna mIn...mig langar að vera eins og konan framaná kortinu. Í alvörunni. Hún var fín :)

Nafnlaus sagði...

Sælar stelpur
Auðvitað erum við öll að fylgjast með ykkur og bíðum alltaf spennt eftir nýrri færslu, þar með talið amma þín, Anna, sem er að verða mjög lipur á tölvuna, þökk sé ykkur og fleiri bloggurum.
Gott að þið eruð komnar frá Japan -jenið hefur hækkað alveg skuggalega... Hvaða gjaldmiðill er í Kína??
Kveðja og njótið ferðarinnar eins og þið mögulega getið.
Erla

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kortið Anna. Ferðast um bloggið ykkar allra daglega. Býð spent eftir næstu færslum.
Gleðilega páska....
kv. Kristín Þorbj.

 
eXTReMe Tracker