fimmtudagur, 20. mars 2008

Thad kvad vera fallegt i Kina...

Vid erum komnar til Kina. Flugum hingad fra Japan a manudaginn var og vorum lentar i Peking um fimmleytid ad kinverskum tima. Timamismunurinn hefur thvi minnkad nidur i bara 8 tima!

Sidustu dagarnir i Japan voru notalegir og nokk rolegir. Fengum einn rigningardag sem vid eyddum i almenna leti og kur, laugardeginum eyddum vid i Shirahama, litlum strandbae thrja tima fra Kyoto en thann dag fengum vid einmitt ad berja Kyrrahafid augum og fara i eitt elsta onsen i Japan, og sunnudeginum eyddum vid svo i ad skoda Torii hlidin sem standa i 4 km langri rod eftir fjallshlidum Kyoto. Kvoddum Kyoto med orlitlum trega, borgin su er afskaplega falleg, en vorum tho einstaklega spenntar yfir framhaldinu.

Nu thegar framhaldid er hafid er spenningurinn sidur en svo minni. Kina er otrulega merkilegt land og tho vid hofum bara verid her i thrja solarhringa erum vid thegar bunar ad sja margt merkilegt og skrytid, enntha bara i Peking.

Vid voknudum snemma a thridjudagsmorgun, fengum okkur morgunmat a hotelinu (eg segi hotel thvi "hostelid" okkar reyndist vera thetta fina tveggja stjornu hotel, okkur til mikillar anaegju) og forum ut a gotu til ad reyna ad na leigubil i vietnamska sendiradid. Vid buum i Hutong hverfi mjog midsvaedis i Peking, hverfi sem synir svolitid hvernig gamla Peking var. Husin eru pinulitil og ad hruni komin, thad er folk UT UM ALLT ad hraera steinsteypu i fotum, hendandi mursteinum a milli sin, sopandi goturnar, maedur med agnarlitil born a milli thessa alls og svo vid... ljoshaerda folkid sem ollum finnst alveg einstaklega gaman ad horfa a. Folk er nefnilega ekki hraett vid ad horfa her, einkalif er vist eitthvad sem Kinverjum finnst ekki mikilvaegt.
Semsagt. Thegar vid komum ut ur hutonginu og ut a umferdargotu reyndum vid ad fa okkur leigubil. Umferdin var algjort mord og vid vorum heillengi ad finna bil og, thad sem meira er, koma okkur rettum megin vid gotuna til ad geta komist i hann. Eftir sma kaos og stress komumst vid tho rettum megin, urdum ekki fyrir hjoli, straeto ne bil, og gatum hlegid ad thessu inni i leigubilnum. Nadum ad redda visanu til Vietnam og verdur thad sott a morgun.
Eftir heimsoknina i sendiradid vorum vid sottar thangad af Zhang, sem kallar sig reyndar John thegar turistar eiga i hlut. John er bilstjori sem vinnur vid ad flytja folk ad Kinamurnum og tha thjonustu nyttum vid okkur einmitt thennan dag. Aksturinn tok um tvo tima ad murnum og gafst okkur thvi einstakt taekifaeri til ad spjalla vid John, liklega besta taekifaeri sem okkur mun gefast til ad spjalla almennilega vid Kinverja um Kina thvi John taladi mjog fina ensku og fannst einstaklega gaman ad spjalla vid okkur og segja okkur fra sinu astsaela Kina.

Vid keyptum okkur svo mida i klafinn upp a murinn, sem var reyndar bara stolalyfta, og mida i rennibrautina nidur!


Kinamurinn i nokk slaemu skyggni.

Thegar upp a murinn var komid var skyggnid frekar slaemt en sandstormur var buinn ad gera skyggnid frekar glatad baedi a manudag og svo a thridjudagsmorgun, birtan var oll gulbrun. Sem betur fer skanadi skyggnid med deginum og vid eyddum tveim og halfum tima i ad klifa snarbrott threp mursins, taka okkur godan tima i ad taka myndir og taka inn adstaedurnar sem vid vorum i. Murinn var ofbodslega magnadur og an efa einn af hapunktum ferdarinnar hingad til.



Her ma sja hvad troppurnar voru sums stadar snarbrattar.



Thegar ljosmyndarinn taldi nidur, "3 - 2 - 1", heyrdist i manni fyrir nedan raeskja sig med miklum latum og hraekja. Brosin fjogur eru thvi einstaklega einlaeg i thetta sinn.


Stelpurnar bregda a leik i rammskokkum troppum mursins.


Thegar vid vorum bunar med timann okkar uppi a murnum forum vid i rodina i rennibrautina. An grins, rennibrautina. Vid settumst a bretti med handfangi i midjunni, toga i til ad bremsa, yta til ad fara hradar, og renndum okkur nidur svona kilometra langa rennibrautina. Personulega finnst mer thetta vera halfgert virdingarleysi vid mannvirkid, ad hafa svona skemmtigards-element nidur af murnum, en thetta er ju turistastadur og svona graedir folk vist peninga.
Eftir murinn for John med okkur a veitingastad rett hja murnum thar sem vid fengum okkur godan hadegismat. Una og Hanna pontudu ser fisk saman og ut um gluggann horfdum vid a thjonustustulkuna veida hann og drepa hann med pontunina i hendinni. Gerist varla ferskara!
Thegar vid komum aftur inn i borgina syndi hann okkur Bjolluturninn og Trommuturninn, Olympiuleikvanginn (sem er eins og fuglshreidur) og Thjodleikhusid (sem er eins og egg i laginu). Midinn i leikhusid kostar samt 20-30 thusund kronur islenskar svo hversu mikid thjodleikhus thad er er erfitt ad segja.
Dagurinn med John var godur dagur og einstaklega frodlegur og vid vorum fegnar ad hafa dembt okkur ut i thetta, tho ad thetta vaeri strax daginn eftir komu okkar til lydveldisins.

I gaer roltum vid svo fra hotelinu okkar nidur a Torg hins himneska fridar. Tokum nokkrar myndir af Mao portrettinu og fottudum allt i einu ad vid vaerum virkilega i Kina! Lentum i thvi oftar en haegt er ad telja ad Kinverjar stoppudu okkur og badu um ad fa ad stilla ser upp med okkur a mynd, thad er greinilega eitthvad vinsaelt ad eiga mynd af ser med vesturlandabuum... Asdisi var stillt upp med eldgamalli ommu, mer med maedgum, Honnu med litlu barni... og svo framvegis. Eftir smastund var thetta tho ordid einstaklega pirrandi en eins og eg segi, einkalif er ekki til her i Kina og vid vorum orugglega donalegar ad nenna thessu ekki.


Med sol i augum a Torgi hins himneska fridar. Mao fylgist med af veggnum sinum.

Eftir skammtinn af Mao lobbudum vid inn a torg sem leiddi okkur inn i Forbodnu borgina. Eyddum godum tima ad rolta um thennan risastora hallargard. Undirritadri fannst skemmtilegast ad imynda ser ad hun vaeri keisari og ad gardurinn vaeri ekki fullur af turistum heldur galtomur fyrir utan einstaka verdi. Ad imynda ser ad vera einn i einhverjum 7000 fermetrum... Frekar spes. Forbodna borgin var annars einstaklega falleg og merkileg en stor var hun og vid nadum ekki ad klara naestum thvi allt adur en henni var lokad. Leigdum okkur heyrnartol og rafraent kort en ljuf kvenmannsrodd sagdi okkur thar fra ollu sem fyrir augu bar en hun skynjadi hvar vid vorum i gegnum gps. Thad var reyndar ekki haegt ad setja kellu a pasu svo einbeiting undirritadrar flaug stundum burt og missti hun thradinn. Hvad sem thvi leid, thad var frodlegt og skemmtilegt ad laera um keisaralifid.



Anna fyrir framan hlid og manngert steinfjall inni i Forbodnu borginni.

Eftir mikla gongu thennan daginn og thar sem aumingja foturinn hennar Unu var ordinn mjog sar og aumur, forum vid a riiiisastoran veitingastad sem serhaefir sig i Peking ond. Stadurinn tekur 2000 manns i saeti (Toto, we're not in Kansas anymore...) og okkur var visad a enskumaelandi og reyklaust svaedi uppi a thridju haed. Ondin kom svo i heilu lagi og kokkurinn skar af henni hofudid og restina af henni i sneidar fyrir framan okkur. Ad sjalfogdu skar hann lika hofudid a henni i tvo hluta og lagdi snyrtilega a disk fyrir framan okkur, okkur til mikillar anaegju. Alltaf gaman ad skoda heila.
Svo var okkur synt hvernig eta aetti; orthunn ponnukaka sett a disk, andarsneidum dyft i thykka sosu og settar ofan a kokuna asamt bladlauk, og ollu rullad upp. Thetta bragdadist otrulega vel!! Ekki skemmdi heldur fyrir ad vid heldum ad vid aettum ad borga 228 yuan a mann fyrir matinn, um 2300 kr., en komumst svo ad thvi ad thad var fyrir alla ondina og borgudum vid thvi bara um 800 kr a mann med drykkjum!

I kvold aetlum vid svo i kinversku operuna en reyna ad taka thvi adeins rolega i dag vegna eymingja Unu og bolgna fotarins.

Thad sem vid eigum tho mjog bagt med ad venjast eru osidirnir i folki her. Ekki nog med ad thad stari eins og vid seum fra annarri planetu heldur hraekir thad svo mikid ad okkur er nog um! Karlarnir eru ekki einir um osidinn... Konurnar raeskja sig lika nidur i maga og mynda vel formada slummu sem thaer spyta svo a gotuna. Rikisstjornin var vist buin ad reyna ad taka a thessum osid fyrir olympiuleikana i sumar en hefur greinilega ekki nad ad utryma honum.

Jaeja, thetta er ordid agaett hja mer. A sunnudaginn holdum vid afram til Xi'an. Aetlum ad reyna ad sja lik Mao a morgun og Sumarhollina a laugardaginn svo thad er nog eftir her i Peking.

Thangad til naest,
Anna.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló! Þetta hljómar allt saman svo spennandi, ég fer að verða frekar abbó sko.. En takk fyrir póstkortið Anna og við bara heyrumst vonandi næst þegar þú hringir!!
En njótið Kína endalaust!
Bæjóó.. :)

Nafnlaus sagði...

takk fyrir kortin essku hanna mín... þín var sárt saknað í dag :D það er greinilega geggjað gaman hjá ykkur...
sendi allar mínar batakveðjur til þín Una mín, ekki gott að vera með bólginn fót í bakpokaferðalagi :S

svo eitt svona í lokin, andrea dís sá flugvél í dag og var voða spennt mamma mamma sjáðu þarna er flugvél og svo kom eftir smá, voða ánægð með sig, þarna er hanna rut að fljúga... eftir kortið þá er hún alveg viss um að þú sért að fljúga yfir heiminn til að skoða hann hehe... ;)

luv... og haldið áfram að skemmta ykkur ;)

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá að fylgjast svona vel með :) Takk fyrir kortið Hanna :)

Nafnlaus sagði...

Þið eruð nú aldeilis reynslunni ríkari að hafa litið Mao augum :)

Vona að fóturinn á Unu lagist sem fyrst eftir læknisheimsóknina.

Góða ferð í lestina á morgun :)

Kveðja, Lára Hönnumamma

sighvatsson sagði...

Hæ stelpur,

Hver ykkar ætlar að sjá til þess að við fáum góða mynd af fætinum á Unu ?

Það þarf að analísera bólguna - mynd takk !

Góða skemmtun.

Sighvatur Unu pabbi

PS. ekki taka mynd af Maó með flassi það gæti vakið kallin og það viljum við ekki.

Nafnlaus sagði...

Já ég verð að segja að eintómt tal um veikan fót gerir ekki mikið fyrir mig. Vona bara að það sé ekkert að sjá lengur.
Þegar þú segir frá vanvirðingunni við múrinn með rennibrautinni dettur mér í hug þegar ég ,,neyddist" til að setja hönd mína á brjóst Júlíu í Verona. Ég gerði það nú þrátt fyrir að finnast það hálfundarlegt.
Hafið það sem allra best elskurnar og megi öll heimsins sníkjudýr láta ykkur vera.

Dagbjört

Nafnlaus sagði...


er bara að lesa þessa færslu í annað sinn. Ótrúlega gaman að "flakka" þannig með ykkur.
Kærar kveðjur
Kristín Þ.

 
eXTReMe Tracker