laugardagur, 8. mars 2008

Dekurdyr mega lika ferdast

Vissulega er thad satt ad vid erum a ferdalagi um Asiu med bakpoka. Vissulega er thad satt ad vid hofum verid i somu fotunum i viku. Einnig er thad satt ad vid erum alltaf i pollagalla, sama hvort thad se sol eda ekki, vid erum bara ekki med onnur fot medferdis.

Thad breytir samt ekki theirri stadreynd ad vid erum nuna, 3 kvold i rod bunar ad enda daginn a spa medferd i Onsen bodum. Thvilik snilld ad geta farid i heita og goda nuddpotta og alls konar fusion bod eftir ad hafa labbad klukkutimum saman um gotur Tokyo.

Fyrsta onsen reynsla okkar var reyndar frekar fyndin. Vid fengum Hiro, starfsmann nokkurn af hostelinu i Tokyo, til ad fylgja okkur i local onsen sem var rett hja hostelinu. Ef hann hefdi ekki fylgt okkur er mjog oliklegt ad vid hefdum nokkurn timann rambad a onsenid thvi thad var falid raekilega inni i hlidargotu sem var inni i hlidargotu. Vid keyptum okkur adgangsmida, ad sjalfsogdu ur sjalfsala, og lobbudum inn i oskop sakleysislegan buningsklefa, svipadan theim sem vid finnum i sundlaugunum a litla Islandi. Okei. Thegar vid hofdum afklaedst vel lyktandi og fogru flikum okkar og laest thaer inni i skap gengum vid inn i sturturnar. Sturturnar eru i rauninni frekar stor partur af thessu ollu saman thar sem aetlast er til ad folk thvoi ser afskaplega vel adur en farid er ofan i bodin. Vid skrubbudum okkur hatt og lagt og thar sem sundfot eru bonnud vorum vid tilbunar i slaginn eftir thad. Forum inn i hlidarklefa thar sem voru baedi heitir og kaldir pottar. Thar hittum vid konu sem var serdeilis hress. Thar sem vid vorum med harid slegid byrjadi hun a thvi ad hrista hausinn og benda okkur nokk vinalega a ad svona gerdi madur ekki i Japan. Vid bundum harid upp en ekki var hun haett. Asdis Eir akvad nefnilega ad profa kalda pottinn og samkvaemt leidbeiningum annarrar konu atti hun ad hella ur skal yfir sig fyrir framan pottinn. Okei, thad gerdi hun. En i thvi sem hun sleppti sidustu dropunum ur skalinni byrjar "harkonan" ad aepa a hana a japonsku. Asdis var natturulega lika staurblind thar sem hun gleymdi linsunum a hostelinu og stod thvi tharna med skalina i hondunum ad hlusta a konuna aepa a sig, liklega thvi ad hun hefdi skvett a hana koldu vatni. Asdis er prud stulka og brosti thvi bara blitt a moti. Vid hinar attum hins vegar bagt med ad fara bara ekki ad skellihlaeja yfir thessum adforum. Vid akvadum thvi ad flyja thad herbergi og fara fram thar sem var langur pottur med alls konar holfum i thar sem voru mismunandi nudd og thess hattar. Una akvad ad profa eitt holfid, thetta hlaut ad vera gott... en upp stokk hun med halfhljodum, segjandi ad thetta vaeri faranlega vont! Og viti menn... Thetta var rafmagnsbad. Asdis akvad ad athuga hvort hun vaeri meiri ofurhugi en samkvaemt theim badum vard sarsaukinn obaerilegur thegar rafmagnid boradist inn i mjadmabeinin med tilheyrandi ofognudi.

Okkar fyrsta onsenreynsla var semsagt nokkrum thyrnum strad en mistokin eru til thess ad laera af theim og thad gerdum vid svo sannarlega. I gaerkvoldi fengum vid nefnilega ad upplifa heldur betur magnad onsen. Forum ut a Odaiba, manngerda eyju rett fyrir utan Tokyo, thar sem er surrealisk stemning ofan a allt hitt sem er surrealiskt i Japan. Skelltum okkur i tvo spilasali thar sem adal daemid fyrir okkur voru samt nuddstolarnir og fotanuddtaekin, ad sjalfsogdu. Thegar klukkan for ad nalgast niu um kvoldid akvadum vid svo ad skella okkur i staersta onsen i Japan. Undirritud vildi nu helst sleppa thvi thar sem thad kostadi alveg 1900 yen inn.... En sem betur fer var hun ekki ein sins lids og var dregin afram inn. Vid fengum svo ad velja okkur sloppa, ekta japanska sem heita yukata, sem vid urdum ad binda tha rett og fallega utan um okkur. Einni gamalli konu fannst Unu sloppur tho ekki alveg nogu finn og akvad ad snua henni vid og binda slaufuna betur. Thetta vard til thess ad Unu langadi helst ekki ad fara ur sloppnum aftur thar sem hann yrdi ekki aftur svona finn. En... Ur forum vid. Vid toku svakalega finar sturtur og 14 mismunandi bod thar sem vid lagum eins og klessur i ruman klukkutima. Tha var kominn timi a ad fa ser ad borda en frammi var haegt ad kaupa fullt af minjagripum og thar voru einnig veitingastadir. Vid settumst nidur og fengum okkur "a kettle of rice with chicken and seafood". Eftir halftima kom svo i alvorunni "a kettle of rice" med nokkrum bitum af kjulla og Ragga raekju. Skemmtileg maltid sem etin var i sloppum i svo mikilli afsloppun ad vid vorum naestum thvi sofnadar ofan i hann.

Kvoldmatur i kirsuberjabloma i Oedo-onsen

Eftir matinn forum vid svo adra ferd i bad... Thad var ekki haegt ad fa nog af thessu. Thad var allt svo fallegt tharna og snyrtilegt auk thess sem Japanir eru einstaklega kurteisir og thetta vard ad otrulega skemmtilegri reynslu. Vid sem aetludum fyrst bara adeins ad kikja endudum a ad vera tharna i hatt i fjora klukkutima.

I dag var svo ferdinni heitid fra Tokyo og vid tekur annar afangastadurinn i Japan, baerinn vid Mt. Fuji. Vid rett saum glitta i fjallid fagra i ljosaskiptunum thar sem vid maettum a stadinn fjorum klukkutimum seinna en aaetlad var. Forum ut ad borda a indverskan stad, svaka fusion i matargerd her a bae, og svo... I ONSEN! Onsenid her var storfint alveg hreint, minna en thetta a Oidaba, sem segir sig kannski sjalft, en afar snyrtilegt og fallegt, med baedi inni og uti pottum og godri saunu.

Thad eru greinilega engin takmork fyrir thvi hvad er haegt ad blogga mikid um heitt vatn en nu held eg ad se mal ad linni. A morgun langar okkur nefnilega ad vakna snemma til ad geta tekid klaf upp i fjallshlidina og reyna ad sja fjallid og umhverfi thess almennilega adur en brunad verdur til Kyoto seinnipartinn.

Arigato, Anna.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Stelpur
Bara að kvitta fyir innlitið og takk fyrir að leifa manni að fylgjast með. Þetta er ekkert smá ævintýri sem þið eruð að upplifa og samt rétt að byrja.
Ennþá snjór og frost á Fróni.
kv. Kristín Þ.

Nafnlaus sagði...

Ohh..væri alveg til í eitt svona spa-bað núna ;)Hljómar ekkert smá vel! Bið að heilsa. Sigrún.

Nafnlaus sagði...

og íslendingar eru alltaf að monta sig af sundlaugunum sínum!!! Ha ha ha, en þetta hljómar alveg GEÐVEIKT vel, omg hvað ég væri til í að vera með ykkur! Hafiði það gott og haldið áfram að vera svona duglegar að blogga, gaman að lesa ferðasögun!

Steinunn (mín) Þórs

Nafnlaus sagði...

Vá rafmagnsbað hljómar vel. Vildi bara heilsa upp á ykkur. Sjáumst vonandi eitthvað í kvölunum og verið duglegar að taka lýsi.
kv. Andri Þór

Steinunn sagði...

Þetta er allt of spennandi hjá ykkur! Ég er alveg á því eftir bloggin ykkar að ég bara verð einhvern tíma að fara til Japan, hljómar allt of vel.

Sakna ykkar annars rosalega:)

(og til að leiðrétta misskilning hér að ofan)
-Steinunn (MÍN) Þyri

Inga sagði...

Geðveikt! Annars sendi ég þér línu á morgun, Anna mín, þegar ég veit nákvæmlega hver plönin okkar verða. Það væri algjör snilld að hittast. =)

Anna sagði...

Flott Inga, eg vaeri svo til i ad hitta thig, thad er god saga til ad segja ad hafa hist i Kina :) Endilega sendu mer email thegar meira kemur i ljos, vid verdum 5 naetur i Peking eftir thvi sem eg best veit.
Og takk kaerlega fyrir kommentin allir saman, gaman ad vita ad folk er ad fylgjast med okkur!
Anna.

 
eXTReMe Tracker